„Það var mér heiður að ræða við Zelenskyy forseta í nokkrar mínútur, hann er Winston Churchill nútímans, í morgun. Ég þakkaði forsetanum fyrir forystu hans, fordæmið sem hann hefur sýnt og tryggð við frelsi. Ég hrósaði hugrekki Úkraínubúa,“ sagði Bush að fundinum loknum.
Hann sagði einnig að Zelenskyy hafi heitið að Úkraínubúar muni ekki hika í baráttunni við villimennsku og ofbeldisverk Pútíns. Bandaríkjamenn dáist að hugrekki og seiglu Úkraínubúa og muni halda áfram að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir frelsi.