fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Birta staðfestingu frá lögreglu um að konan hafi mætt til að kæra Ingó – „Meintir gerendur ljúga, líka fyrir dómi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 6. maí 2022 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag var greint frá því að kona hafi síðasta sumar gert tilraun til að kæra tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er gjarnan kallaður, fyrir líkamsárás.

Konan sagði í samtali við DV að hún hafi tilkynnt málið til lögreglu sumarið 2021, en þá hafi málið verið fyrnt og ekki tekið til rannsóknar. Í almennum hegningarlögum má finna tvö ákvæði um líkamsárásir, þær sem ekki teljast stórfelldar fyrnast á aðeins tveimur árum.

Sjá einnig: Segist hafa kært Ingó fyrir líkamsárás en málið sagt fyrnt – „Ég hræðist að það verði gert lítið úr mér eða mér ekki trúað“

Í kjölfarið birti Ingólfur skjáskot af tölvupósti frá lögmanni hans, Auði Björgu Jónsdóttur, þar sem sagði að hún hefði aflað yfirlits frá ríkislögreglustjóra sem sýndi að engar kærur, nema er varði umferðarlög og ein kæra vegna húsbrots, hafi verið lagðar fram gegn Ingólfi. „Engin kæra verið lögð fram er varðar ofbeldi eða kynferðisbrot. Punktur,“ sagði Auður í póstinum.

Ingólfur sagði í færslu á Facebook að þarna kæmi skýrt fram að hann hafi aldrei verið ákærður fyrir ofbeldis- eða kynferðisbrot, „enda aldrei gert slíkt“.

Sjá einnig: Ingó Veðurguð þvertekur fyrir ásökunina – „Að ég fari svo að kýla konu og hrækja framan í er í besta falli galið“

Nú hafa femínísku aktívistasamtökin Öfgar birt staðfestingu, sem umrædd kona aflaði frá lögreglu, um að þann 19. júlí 2021 hafi hún farið upp á lögreglustöð til að kæra líkamsárás sem hafi átt sér stað á Hótel Hlemmur Square árið 2017. Öfgar birta hluta af þessari staðfestingu en þar segir meðal annars:

„Segist [konan] hafa farið með Ingólfi Þórarinssyni kt. xxxxxx-xxxx, á hótelið og hafi hún byrjað að stunda með honum kynlíf. Skyndilega og upp úr þurru hafi hegðun hans breyst verulega og hafi hann farið að hrækja framan í hana. [Konunni] hafi þá brugðið og hafi hún spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi Ingólfur þá kýlt hana einu sinni í andlitið“ 

Í skjalinu er vísað til konunnar sem „kæranda“ og kemur fram að hún hafi mætt í kærumóttöku og tilkynnt þar brotið. Hún hafi eins afhent lögreglu myndir.

Rétt er að taka fram að eðlismunur er á því að vera kærður eða ákærður. Fólk er aðeins ákært þegar lögregla hefur lokið rannsókn sinni, sent mál til ákæruvaldsins sem svo tekur ákvörðun um að höfða sakamál fyrir héraðsdómi með útgáfu ákæru. Kærur berast jafnan áður en rannsókn er hafin. Ekki allar kærur verða að ákæru.

Í samtali við DV sagði Ólöf Tara Harðardóttir, meðlimur Öfga, að áðurnefnd kona hafi farið og kært brotið, sem þá var fyrnt. Færsla Ingólfs þar sem hann neiti því að hafa verið ákærður og deili samhliða skjáskoti þar sem lögmaður hans segir hann aldrei hafa verið kærðan vera líklega tilraun til að að með orðhengilshætti afvegaleiða umræðuna.

„Hann stólar á að almenningur viti ekki muninn á kæru og ákæru og reynir einhvern veginn að aflegaleiða umræðuna með þessu.“ 

Slíkt hafi verið gegnum gangandi í þessu máli og í framkomu Ingólfs í því. Þetta hafi sést vel í dómsal í vikunni.

„Hann var bara ótrúlega dónalegur inni í dómsalnum, fussandi og sveiandi og hreytandi í vitnin. Mér finnst bara svakalegt að orð mannsins séu tekin fram yfir allar þessar frásagnir.“ 

Ólöf spyr hvers vegna allar þessar konur ættu að vera að ljúga upp á Ingó Veðurguð, einhvern trúbador. Hún minnir á að Öfgar hafi farið yfir allar þær frásagnir sem bárust og staðfest að raunverulegir aðilar væru að baki þeim.

„Það er bara hver lygin á eftir annari.“

Ingó hafi í dómsal rætt um að hann hefði ekki getað beitt konur ofbeldi þar sem hann hefði verið í rúman áratug í föstu sambandi. Engu að síður, fyrir ekki svo löngu, hafi hann mætt í hlaðvarp Sölva Tryggvasonar og rætt þar um tímabil í lífinu sínu þar sem hann var einhleypur og einmanna.

„Svo bar hann fyrir sér mikið minnisleysi út af drykkju en svo þegar það hentar honum núna þá er það ekki svo. Hann bara Cherry-pick-ar hvað hann man og hvað ekki.“ 

Ólöf furðar sig líka á því að fjölmiðlar hafi eftir málflutning í meiðyrðamáli Ingólfs gegn Sindra Þór Sigríðarsyni slegið því upp í fyrirsagnir að ekkert þeirra vitna sem Sindri leiddi fram hafi vitnað um bein kynni af Ingó. Þarna hafi vitni lýst sinni reynslu. Eitt vitnið greindi frá því að hafa verið við bílastæðavakt á grunnskólaballi til að tryggja að ungar stelpur færu ekki upp í bílinn til Ingólfs. Önnur lýsti því þegar Ingó var ágengur við hana og vinkonu hennar þegar þær voru 16 ára. Enn eitt vitnið hafi meinað Ingólfi um inngöngu í partý þar sem Ingólfur hafi ætlað að sækja stúlku. Þetta séu frásagnir vitna sem lýsa eigin reynslu.

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“