fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Eyjólfur stoltur af því að bera rasistanafnbótina með læriföður sínum – „Mik­ill heiður“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 10:04

Eyjólfur Einarsson - Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á mín­um æsku­ár­um naut ég þeirr­ar gæfu í þrjú ár að vera nem­andi eins virt­asta lista­manns þjóðar­inn­ar, Ásmund­ar Sveins­son­ar. Það sem hann kenndi mér hef­ur fylgt mér alla ævi. Hann var góður og vit­ur maður sem heillaði alla sem um­geng­ust hann.“

Svona hefst skoðanagrein sem listmálarinn Eyjólfur Einarsson skrifar en greinin birtist í Morgunblaðinu í dag. „En nú er öld­in önn­ur þar sem hvítt er orðið svart og svart orðið hvítt. Allt í einu er Ásmund­ur orðinn ras­isti og þar með úr­hrak og leyfi­legt að sverta orðspor hans og stela lista­verki eft­ir hann,“ segir Eyjólfur næst í pistlinum.

Umræðan sem Eyjólfur vísar til hófst eftir að listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir stálu verki Ásmundar, málmskúlptúrnum Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Verkinu var stolið af stöpli sínum á Laugarbrekku og settu Bryndís og Steinunn það í geimflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum kölluðu þær gjörninginn sem þær réttlættu með því að fullyrða að verk Ásmundar væri rasískt.

„Við fögnum því að þetta rasíska verk sé loksins komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar fjallað var um málið í apríl.

Eyjólfur er allt annað en sáttur með þær Bryndísi og Steinunni og kemur því til skila í greininni. „Tvær mynd­list­ar­kon­ur sem álíta sig hand­hafa sann­leik­ans frömdu þenn­an verknað í því skyni að berj­ast gegn ras­isma, að þeirra sögn. Hví­líkt bull,“ segir hann.

„En annað er aug­ljóst. Í lista­sög­unni finn­ast ótal dæmi um fólk sem þjá­ist af því að hafa ekki öðlast nógu mikla at­hygli. Lík­lega topp­ar eng­inn ít­alsk­an lista­mann um miðja síðustu öld sem hægði sér í niðursuðudós­ir og sauð afurðirn­ar niður. Hann náði skjótri frægð en þurfti ekki að drulla yfir orðstír annarra til að ná mark­miðinu. Lík­lega verið sén­tilmaður. Til að ná mark­miði sínu drulluðu lista­kon­urn­ar yfir einn ást­sæl­asta lista­mann þjóðar­inn­ar, höf­und verk­anna Vatns­ber­ans, Móðir mín í kví kví, Járn­smiðsins og fleiri, en urðu þar með fórn­ar­lömb eig­in drullu og urðu al­ræmd­ar.“

Eyjólfur segir þær Bryndísi og Steinunni réttlæta gjörðir sínar með hrokafullum yfirlýsingum. „En hvað með sjálfs­virðing­una? Það er kannski orð sem þær hafa aldrei heyrt. Ein­hver sjúk­leg minni­mátt­ar­kennd virðist einnig leyn­ast þarna þar sem trú á eig­in hæfi­leika er í mol­um. Það er ekki annað hægt en að vor­kenna þeim,“ segir hann.

„Mik­ill heiður að fá að deila þess­ari nafn­bót með þér“

Greinin fjallar þó ekki bara um reiði höfundar í garð listakvennanna tveggja. Eyjólfur er nefnilega líka ósáttur með það hve lítið hefur heyrst frá starfandi fólki í myndlistarheiminum um málið. „Er þessi þögn sama og samþykki?“ spyr hann.

„Ein­hverj­ir fara á hunda­vaði um þetta mál og bulla um frelsi og heil­ag­leika list­ar­inn­ar, þótt það brjóti á rétti annarra. Og þá kom­um við að orðinu þjóf­ur sem marg­ir forðast eins og heit­an eld því það fell­ur ekki vel að hinu göf­uga mark­miði list­ar­inn­ar og frelsi lista­manna til að gera það sem þeim sýn­ist.“

Eyjólfur spyr hvers vegna ekkert sé búið að heyrast frá stjórn Sam­bands ís­lenskra mynd­list­ar­manna vegna málsins. „Sam­tök­um sem eiga að sjá um rétt­indi okk­ar mynd­list­ar­manna? Er SÍM kannski með þögn­inni að samþykkja það að þjófnaður á verk­um lista­manna og árás­ir á mann­orð þeirra séu rétt­læt­an­leg? Ef svo er þá hef­ur SÍM breyst í þjófa­fé­lag og hef­ur rétt­indi þjófa sinna í fyr­ir­rúmi. Það væru öm­ur­leg ör­lög þessa ágæta fé­lags­skap­ar sem ég tók þátt í að stofna og hef fylgt síðan,“ segir hann.

Þegar líður að lokum greinarinnar ákveður Eyjólfur að deila nafnbótinni rasisti með læriföður sínum. „Að lok­um nokk­ur orð til míns gamla vin­ar og læri­föður: Í ver­öld þar sem hvítt er orðið svart og svart orðið hvítt og rétt­læt­isridd­ar­ar ráða ríkj­um og þú ný­lega krýnd­ur af þeim nafn­bót­inni ras­isti væri mér það mik­ill heiður að fá að deila þess­ari nafn­bót með þér,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug