fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þvottapokar felldu níðing í Héraðsdómi – Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. maí 2022 12:52

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í þriggja ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn stjúp­dótt­ur sinn þann 27. apríl síðastliðinn. Að auki var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna, auk vaxta, í miskabætur sem og sakarkostnað uppá rúmlega 1,9 milljónir króna.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvisvar til þrisvar í viku, á árunum 2016-2019, þegar stúlkan var ellefu til þrettán ára gömul „farið inn í herbergi stúlkunnar þar sem hún svaf og ýmist staðið yfir rúmi stúlkunnar eða lagst upp í rúm til hennar, og ítrekað káfað á kynfærum, brjóstum og líkama hennar innanklæða og ítrekaðfróað sjálfum sér á meðan, sett hönd hennar ítrekað á getnaðarlim sinn og látið hana fróa sér, í eitt skipti látið hana eiga við sig munnmök og í eitt skipti girt niður um hana buxur og nærbuxur,“ eins og segir í ákæru.

Í skýrslu sem tekin var af stúlkunni í Barnahúsi lýsti hún brotum stjúpföður síns og hvernig hann hafi reglulega komið inn í herbergi sitt um nætur og brotið á sér. Í máli hennar kom sérstaklega fram að stjúpfaðirinn hefði iðulega þvottapoka með sér þegar brotin áttu sér stað.

Maðurinn lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist alltaf kíkja reglulega inn í herbergi stúlkunnar til að gá hvort að hún væri sofnuð enda væri hún ein í herbergi og vildi sofa með lokaðar dyr. Þá setti hann stundum síma hennar í hleðslu þegar hún væri sofnuð ef hann tæki eftir því að það hefði gleymst auk þess sem hann vekti stúlkuna yfirleitt á morgnanna.

Í vitnisburði móður stúlkunnar kom fram að þegar hún og hinn ákærði stunduðu kynlíf þá fengi hann yfirleitt sáðlát í þvottapoka eða þvottastykki eða þá að hann fengi sáðlát á maga konunnar og þrifi síðan sæðið með þvottapokanum/stykkinu.

Í dómi kem­ur fram að framb­urður vitna og sál­fræðinga styrki frá­sögn stúlk­unn­ar og dóm­ur­inn telji hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að maður­inn hafi gerst sek­ur um þá hátt­semi sem hon­um er gef­in að sök í ákæru. Þannig hafi stúlkan varla vitað af tilhneigingu stjúpföður síns til að nota þvottapoka með þeim hætti sem áður hefur verið lýst.

Við ákvörðun refs­ing­ar var til þess litið að brot manns­ins beind­ust gegn stjúp­dótt­ur hans og eru al­var­leg en með þeim brást hann trúnaðarskyld­um sín­um gagn­vart henni.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri