fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Réttarhöldin í máli Ingós gegn Sindra hafin – „Ég er búinn undir allt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. maí 2022 09:53

Ingólfur Þórarinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar til þess að athuga hvort það sé leyfilegt að segja saklaust fólk hafa nauðgað og riðið börnum,“ sagði Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó veðurguð, er DV spurði hann hvaða væntingar hann hefði til dómsmáls síns gegn Sindra Þór Sigríðarsyni.

Aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nýhafin. Ingó stefndi Sindra fyrir meiðyrði vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla á samfélagsmiðlum sumarið 2021 í kjölfar harðra ásakana sem fjöldi kvenna lét falla á hendur Ingó fyrir kynferðisbrot.

Ummælin sem stefnt er fyrir eru eftirfarandi:

„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum“

„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum“

„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum“

„trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum“

„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“

Ingó krefst þess að ummælin verði dæmd ómerk og hann krefst þriggja milljóna króna frá Sindra í miskabætur. Einnig er þess krafist að Sindri beri málskostnað og birti dómsuppsögu á Twitter- og Facebook-svæði sínu.

Spurður hvort hann sé bjartsýnn á niðurstöðu dómsmálsins sagði Ingó: „Ég er búinn undir allt.“

Sindri Þór Sigríðarson sagði við DV:

„Ég vonast til þess að tvær sýknur í röð fæli menn frá að reyna svona innistæðulausar stefnur sem virðast ekki til neins annars en þöggunar,“ segir hann. Vísar Sindri þarna til þess að hann gjörsigraði Sverri Einar Eiríksson, eiganda Nýju Vínbúðarinnar, í meiðyrðamáli sem Sverri höfðaði á hann í kjölfar harðra umræðna á Twitter í september 2021. Sindri sagði ennfremur:

„En umfram allt vonast ég til þess að þetta tiltekna mál varpi ljósi á þá grasserandi myglu í okkar samfélagi að rígfullorðnir menn geta sængað hjá börnum niður í 15 ára aldur, niður í 10. bekk grunnskóla, algjörlega refsingarlaust. Við getum ekki látið það líðast að löggjafinn skilgreini alla undir 18 ára aldri sem börn og gangist við innlendum og alþjóðlegum samþykktum og samningum til verndar þeim börnum en trassi svo þá vernd með þessum grafalvarlega hætti,“ sagði Sindri ennfremur.

DV mun flytja tíðindi af málinu beint úr réttarsal.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi