fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Listaháskólanemarnir neituðu að þiggja frelsisborgara frá Sjálfstæðisflokknum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 2. maí 2022 16:00

Hér til vinstri má sjá Friðjón R. Friðjónsson en hann virðist vera að rétta út „frelsispylsu“ frekar en hamborgara. Það er spurning hvort listaháskólanemarnir hefðu haft meiri áhuga á þeim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 11:41 í morgun var sendur út tölvupóstur á nemendur Listaháskólans. Í tölvupóstinum kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að mæta í hádeginu daginn eftir og gefa fría hamborgara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið matartrukk í notkun fyrir kosningabaráttuna í sveitastjórnarkosningunum, úr trukknum er dreift svokölluðum „frelsisborgurum“ í skiptum fyrir möguleika á atkvæðum.

„Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gefa hamborgara í hádeginu á morgun (þriðjudag, milli 12-13) á bílastæðinu í Laugarnesi,“ stóð í póstinum sem Listaháskólinn sendi til nemenda sinna í morgun.

Einn nemandi við skólann deildi póstinum á Twitter-síðu sinni og vakti hann töluverða athygli. Sagði nemandinn í færslunni að flokkurinn væri á öðru stigi veruleikafirringar. Var nemandinn líklega að vísa til þess að flokkurinn er ekki sá vinsælasti hjá listafólki enda hallar það í flestum tilvikum oftar til vinstri á stjórnmálaásnum.

Í athugasemdunum við færslu nemandans grípa margir í grínið. „Já þetta líst mér á. Bætir algerlega fyrir nepótismann og bankasöluna til pabba. Gleymt og grafið í mínum bókum. Þarf samt að vera Tommabogari,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni. „Er þetta ekki sniðugt, sjallar grilla hamborgara og eru svo grillaðir af listaháskólanemum,“ segir svo í annarri athugasemd.

Regn, lista- og athafnakvár sem er nokkuð vinsælt á Twitter, birti einnig færslu um frelsisborgara Sjálfstæðisflokksins. Hán sagðist vera að pæla í að mæta hjá matartrukknum og spyrja Sjálfstæðisfólkið spjörunum úr. „Hvað þau ætli persónulega að gera fyrir upprennandi listafólk landsins, til dæmis að styrkja skólann meira, stöðva ritskoðun, styrkja jaðarmenningu, rýma fyrir óþekktu listafólki, auka fjármagn bæjarins til kaupa á almenningslist og svo framvegis,“ segir hán.

Þá birti hán athugasemd við færsluna sína þar sem hán sparkar hressilega í Sjálfstæðisflokkinn og segir hann vera „drullusama“ um listafólk.

Ljóst er að ekki voru allir nemendur skólans spenntir fyrir því að japla á frelsisborgurum Sjálfstæðisflokksins því tæpum þremur tímum sendi skólinn annan tölvupóst á nemendur sína. Í þeim tölvupósti stóð eftirfarandi: „Sæl öll, vegna athugasemda höfum við afþakkað komu hamborgaravagnsins frá Sjálfstæðisflokknum á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli