fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Klukkan tifar hjá Pútín – 9. maí er dagurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 06:59

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. maí halda Rússar upp á hinn svokallaða „sigurdag“ með stórri hersýningu á Rauða torginu og hátíðarhöldum um allt land. Sigurdagurinn er til að minnast sigursins á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur alltaf gert mikið úr þessum degi og margir sérfræðingar telja að hann vilji mjög gjarnan geta sagt þjóð sinni frá sigri í stríðinu í Úkraínu þegar hátíðarhöldin fara fram.

„Það var skýr vilji Pútíns. En það lítur ekki út fyrir að hann fái sigurinn sem hann vonaðist eftir. Rússland getur það ekki,“ sagði Hans Peter Michaelsen, hernaðarsérfræðingur, í samtali við Ekstra Bladet.

Það er stutt í daginn og því erfitt fyrir rússneska herinn að ná markmiðum sínum á þeim tíma. „Það verður mjög erfitt að ná þessu á þessum fáum dögum sem eftir eru. Þetta eru erfið tímamörk fyrir Pútín og herinn,“ sagði Mette Skak, lektor og sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá Árósaháskóla.

Fyrir nokkrum vikum hörfuðu Rússar frá Kiyv til að geta einbeitt sér að Donbas. Pútín vonaðist til að hersveitir hans myndu ná svo stóru landsvæði í austurhluta Úkraínu á sitt vald að hann gæti lýst yfir sigri þann 9. maí. En eins og í Kyiv þá gengur illa hjá Rússum og þeir hafa aðeins náð minniháttar árangri í hernaði sínum.

Eins og staðan er núna getur Pútín ekki selt þjóð sinni þá sögu að sigur hafi unnist í stríðinu. Ekki er þó útilokað að hann muni reyna að „spinna“ sögu um að Rússar hafi samt sem áður sigrað og það þrátt fyrir gríðarlegt mannfall.

Áróðursmaskína ráðamanna er öflug en það mun væntanlega ekki duga til að sannfæra alla Rússa um að stríðið í Úkraínu hafi skilað árangri. Bíða margir því spenntir eftir að sjá og heyra hvaða útgáfu Pútín kemur með þann 9. maí.

En það er einnig annar möguleiki í stöðunni að mati sumra sérfræðinga. Þeir hafa bent á að þar sem Pútín geti ekki státað af neinum árangri þegar 9. maí rennur upp muni hann hugsanlega nota daginn til að stigmagna stríðsreksturinn. Hann geti til dæmis lýst því yfir að hin „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“ (eins og rússneskir ráðamenn nefna stríðið) verði færð á annað stig og nú verði um hreint „stríð“ að ræða. Með því er hægt að kalla rússneska karlmenn til herþjónustu og fjölga þannig í rússneska herliðinu í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi