fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Svona er gert við holurnar á vegum landsins – „Illa sett núna eftir mjög þungan vetur“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 16:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorverkin hjá Vegagerðinni eru komin í fullan gang, enda sumarið handan við hornið. Unnið er hörðum höndum að því að gera við holur sem hafa myndast í bundnu slitlagi á vegum víða um land. Í myndbandi frá Vegagerðinni sem tekið var upp á dögunum er sýnt hvers vegna holurnar myndast í vegunum. Þá er einnig farið yfir hvernig umhleypingar í veðri, frost og þíða, hafa áhrif á holumyndun á vegum.

„Holur myndast þegar vatn liggur í vegum. Vatn finnur sér alltaf leið. Ef það er til dæmis mjög lítil sprunga í malbiki kemst vatn þar undir og safnast fyrir. Þegar vatn frýs eykst rúmmál þess og þegar það þiðnar aftur, er malbikið uppspennt. Ef þungur bíll ekur þar yfir og brýtur það niður getur hola myndast mjög hratt,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, í myndbandinu.

Birkir segir þá að gert sé við holur eins fljótt og kostur er, oft í mjög erfiðum aðstæðum. „Þegar vorið kemur og aðstæður leyfa, förum við annað hvort í heilar yfirlagnir eða staðbundnar viðgerðir á stórum eða litlum holum,“ segir Birkir Hrafn og bendir á að holur séu ekki séríslenskt fyrirbæri.

Hann hefur til að mynda fengið fréttir frá kollegum sínum um allan heim sem glíma við sömu vandamál. „Við hér á Íslandi erum ekki ein um að berjast við holur þegar vorið kemur með sínum leysingum. Ég hef fengið fréttir frá kollegum mínum um allan heim og þetta er alls staðar. Hins vegar erum við illa sett núna eftir mjög þungan vetur,“ segir hann.

Þá er einnig rætt við Ingibjörgu Albertsdóttur, lögfræðing hjá Vegagerðinni, í myndbandinu. Hún bendir á að ef keyrt sé ofan í vegskemmd sé best að fara inn á heimasíðu Vegagerðarinnar og senda inn tjónstilkynningu með rafrænum hætti. „Hún fer þá í hefðbundið ferli innanhúss þar sem fram fer mat á því hvort bótaskylda sé fyrir hendi,“ segir Ingibjörg.

Ekki er hægt að koma alveg í veg fyrir að holur myndist, að sögn Birkis Hrafns. „En það er hægt að minnka það,“ segir hann.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Hide picture