fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Sigríður greip fram í fyrir Katrínu þegar hún svaraði ekki spurningunni – „Má ég stoppa þig“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 20:26

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var tilkynnt að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður vegna sölunnar á Íslandsbanka, það sé gert til að hægt sé að tryggja betur gagnsæi, traust og upplýsingagjöf til almennings. Katrín Jakobsdóttir var gestur í Kastljósi í kvöld til að ræða tilkynningu ríkisstjórnarinnar um þessa niðurlagningu og önnur viðbrögð við sölunni á Íslandsbanka.

Í upphafi þáttarins var Katrín spurð hver ber ábyrgð á mistökunum við söluna ef það er ekki ríkisstjórnin. Katrín svaraði því með miklum pólitíkusarbrag, fór yfir ferlið á fyrri sölunni og svo seinni sölunni. Hún benti á að aðferðin sem notuð var í seinni sölunni sé þekkt á alþjóðavettvangi en að henni hafi aldrei verið beitt hér á landi áður.

„Þá ber að hafa í huga að það eru ákveðnar meginreglur sem þarf að hafa í huga þegar verið er að höndla með eignarhluta í almannaeigu, meðal annars-“ sagði Katrín áður en Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi Kastljóss, tók fram í fyrir forsætisráðherra og benti henni á að hún væri ekki að svara spurningunni um ábyrgðina. „Má ég stoppa þig, nú erum við að spyrja þig nákvæmlega um ábyrgðina ykkar, þú þarft ekki að fara yfir forsöguna,“ sagði Sigríður.

Í kjölfarið sagði Sigríður að það væri búið að fara nógu oft yfir forsöguna, svo sagði hún að ábyrgðin væri ríkisstjórnarinnar en ekki Bankasýslunnar. „Ég held að það sé nú full ástæða til að fara yfir þetta ferli því tilboðsferlið, sem ég var að fara yfir, það þarf auðvitað að fara eftir þessum meginreglum sem er fjallað um í þessum lögum sem ég nefni – sem eru meðal annars einmitt gagnsæi og jafnræði.“

„Þegar að þessi ákvörðun er tekin, að ráðast í þetta ferli, þá er það að sjálfsögðu á ábyrgð ríkisstjórnar og fjármálaráðherra að taka þá ákvörðun. Það liggur algjörlega fyrir og enginn neitar því.“

Katrín segir svo að framkvæmd ferlisins sem var ákveðið að ráðast í hafi ekki staðið undir væntingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“