fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Er ekki í neinum vafa – Rússar munu tapa stríðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 06:04

Ónýt rússnesk hergögn nærri Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rússland tapar stríðinu og það er næstum algjörlega óháð því hvað gerist á vígvellinum í framtíðinni.“ Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í útvarpsþættinum P1 Morgen hjá Danska ríkisútvarpinu.

„Þetta átti að vera mjög stutt stríð, það er Kyiv yrði hertekin og rússnesk sinnaður forseti settur í embætti, hernema átti aðra hluta af Úkraínu, halda þjóðaratkvæðagreiðslur og svo framvegis. Svo þeir eru ekki einu sinni á áætlun ab eða c. Þeir eru kannski á áætlun d ef það er þá yfirhöfuð einhver áætlun,“ sagði hann um stríðsrekstur Rússa.

Hann sagði að Rússland muni meðal annars tapa stríðinu vegna hins mikla mannfalls sem rússneski herinn hefur orðið fyrir: „Það er svolítið óljóst hversu margir hafa fallið. En mannfallið er mikið og það að þeir hafa ekki færst nær hernaðarlegum markmiðum sínum er hernaðarlegur ósigur.“

Rússnesk yfirvöld hafa ekki skýrt frá mannfalli rússneska hersins nýlega en nýjasta talan er 1.351 en það telja vestrænir sérfræðingar og leyniþjónustustofnanir vera víðs fjarri því sem rétt er. Úkraínumenn segja að rúmlega 20.000 rússneskir hermenn hafi fallið en sú tala hefur ekki verið staðfest.

Splidsboel sagði að reikna megi með að rússnesk yfirvöld muni á næstu vikum og mánuðum skýra rússnesku þjóðinni frá hinu mikla mannfalli í smáskömmtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“