fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Pútín hefur í hótunum – Segir það hafa afleiðingar að blanda sér í stríðið og að „flóðbylgja flóttamanna“ muni skella á Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 08:50

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafði í gær í hótunum við Vesturlönd og sagði að það muni hafa „afleiðingar“ ef þau gera „ástandið í Úkraínu“ verra. Hann sagði nýja „flóðbylgju flóttamanna“ skella á Evrópu vegna refsiaðgerðanna gegn Rússlandi.

Hann sagði þetta í ávarpi, sem hann flutti í Vostochny geimskotsstöðinni í austurhluta Rússlands, í gær. Hann hélt því fram að Rússar muni ná öllum markmiðum sínum með innrásinni og varaði við hungursneyð á heimsvísu vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.

Daily Mail segir að Pútín hafi fullyrt að rússneska hagkerfið og fjármálakerfið hafi staðið refsiaðgerðirnar af sér og að þær muni springa í andlit Vesturlanda vegna verðhækkana á áburði sem aftur muni leiða til skorts á matvælum og auka straum förufólks og flóttafólks til vesturs.

Hann kom einnig inn á þær hryllilegu myndir sem hafa verið birtar af látnu fólki í Bucha og sagði að þær væru falsaðar. Þar með endurtók hann orð talsmanns síns frá því áður um þetta. Lítill vafi þykir leika á að rússneskir hermenn hafi tekið óbreytta borgara af lífi í bænum á meðan þeir voru með hann á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin