fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Pútín hefur í hótunum – Segir það hafa afleiðingar að blanda sér í stríðið og að „flóðbylgja flóttamanna“ muni skella á Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 08:50

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafði í gær í hótunum við Vesturlönd og sagði að það muni hafa „afleiðingar“ ef þau gera „ástandið í Úkraínu“ verra. Hann sagði nýja „flóðbylgju flóttamanna“ skella á Evrópu vegna refsiaðgerðanna gegn Rússlandi.

Hann sagði þetta í ávarpi, sem hann flutti í Vostochny geimskotsstöðinni í austurhluta Rússlands, í gær. Hann hélt því fram að Rússar muni ná öllum markmiðum sínum með innrásinni og varaði við hungursneyð á heimsvísu vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.

Daily Mail segir að Pútín hafi fullyrt að rússneska hagkerfið og fjármálakerfið hafi staðið refsiaðgerðirnar af sér og að þær muni springa í andlit Vesturlanda vegna verðhækkana á áburði sem aftur muni leiða til skorts á matvælum og auka straum förufólks og flóttafólks til vesturs.

Hann kom einnig inn á þær hryllilegu myndir sem hafa verið birtar af látnu fólki í Bucha og sagði að þær væru falsaðar. Þar með endurtók hann orð talsmanns síns frá því áður um þetta. Lítill vafi þykir leika á að rússneskir hermenn hafi tekið óbreytta borgara af lífi í bænum á meðan þeir voru með hann á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina