fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Þrír handteknir vegna rannsóknar á Innheimtustofnun sveitarfélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglurannsókn á málefnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga virðist umfangsmikil. Meint misferli fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, Jón Ingvars Pálssonar, og fyrrverandi forstöðumanns útibús stofnunarinnar á Ísafirði, Braga Rúnars Axelssonar, snýst um að þeir hafi úthýst innheimtuverkefnum Innheimtustofnunar til einkafyrirtækis Braga, lögmannastofunnar Offico á Ísafirði. Hagnaður Braga af þessum æfingum er augljós en ekki er í fljótu bragði hægt að sjá hvað forstjórinn, Jón Ingvar Pálsson, græddi á þessum vinnubrögðum.

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á vinnubrögðum stofnunarinnar leiddi til þess að Jón og Bragi voru báðir sendir í leyfi í desember síðastliðnum. Í kjölfar þeirrar rannsóknar varð lögreglurannsókn. Jón og Bragi voru síðan reknir úr störfum sínum.

Greint var frá því í fjölmiðlum fyrir helgi að Bragi hefði verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Nú liggur fyrir að fleiri voru handteknir. Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, hefur staðfest ábendingar sem DV hefur fengið, þess efnis að Jón Ingvar Pálsson hafi einnig verið handtekinn.

Ennfremur staðfesti saksóknari að fyrrverandi forritari og kerfisfræðingur hjá stofnuninni hafi einnig verið handtekinn vegna rannsóknar málsins. Er því ljóst að að minnsta kostir þrír fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar, sem hefur það hlutverk að innheimta meðlagsgreiðslur, eru grunaðir um lögbrot og misferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“