fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ólga í Njarðvík: Eldfimt bréf til foreldra varðar erlendan júdóþjálfara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 13:30

Íþróttamiðstöðin í Njarðvík. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leynd ríkir um bréf sem foreldrar iðkenda í Glímudeild UMFN fengu sent á dögunum. Þó hefur yfirstjórn UMFN tjáð sig harðlega um bréfið í yfirlýsingu á vefsíðu UMFN. Þar segir:

Til foreldra sem bárust bréf frá Glímudeild UMFN.

Á dögunum fór út bréf í nafni Glímudeildar UMFN til foreldra fyrrum iðkenda deildarinnar. Það bréf var sent út í óþökk aðalstjórnar UMFN og við biðjumst velvirðingar á því.

Ungmennafélagið fordæmir innihald bréfsins og lítur þetta mjög alvarlegum augum.

UMFN óskar foreldrum og iðkendum góðs gengis hvar sem þau stunda sína íþrótt.

Virðingafyllst
Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur

To parents that got a letter from GDN.

Recently, a letter was sent in the name of GDN to parents of former members. That letter was sent out without the concent of the board of UMFN and we apologize for that.

UMFN condemns this letter and are taking the matter very seriously.

UMFN wishes all parents and children good luck wherever they practice their sport.

Respectfully
The board of UMFN.

Snýst um þjálfara pólskra barna

DV hafði í gærkvöld samband við Hámund Örn Helgason, framkvæmdastjóra UMFN, en hann vildi ekki upplýsa um innihald bréfsins sem svo harðlega er deilt á þarna. Sagði hann tilkynninguna vera ætlaða foreldrum sem fengu bréfið.

Í dag hafði DV samband við stofnanda Glímudeildar UMFN, Guðmund Stefán Gunnarsson, en hann vildi ekki heldur tjá sig um málið.

Ekki náðist samband við Hafþór Barða Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar.

Samkvæmt heimildum DV varðar málið erlendan þjálfara hjá deildinni. Umræddur maður þjálfaði pólsk börn. Ágreiningur varð milli hans og deildarinnar þar sem hann sætti sig ekki við að æfingar pólska hópsins yrðu sameinaðar æfingum með öðrum börnum, var hann sagður vilja halda hópnum út af fyrir sig. Hefur þjálfarinn hætt störfum hjá UMFN. Bréfinu til foreldra mun hafa verið ætlað að leiðrétta meintar missagnir um málefni þjálfarans.

DV óskar eftir nánari upplýsingum um innihald bréfsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala