fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Segir að Pútín telji sig vera í stríði við NATÓ

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 05:51

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem NATÓ hefur verið að reyna að forðast frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu er að dragast inn í stríðið á vígvellinum sjálfum og lenda þannig í beinu stríði við Rússland. En NATÓ, ESB, Bandaríkin og Vesturlönd eru í raun í stríði við Rússland.

Þetta sagði Mikhail Khodorkovskij, fyrrum olígarki, í samtali við Bloomberg. Hann sagði að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi lengi verið þeirrar skoðunar að  NATÓ, ESB, Bandaríkin og Vesturlönd séu í stríði við Rússland. „Pútín hefur sagt allt frá byrjun að þau séu með í stríðinu,“ sagði Khodorkovskij.

Hann sagði að það sem Vesturlönd skilji ekki sé að út frá rússnesku sjónarhorni þá séu Vesturlönd í raun í stríði gegn Rússlandi vegna refsiaðgerða þeirra gegn Rússlandi og þeirrar miklu hernaðaraðstoðar sem þau veita Úkraínu.

Hann sagði að þrátt fyrir að NATÓ gerir greinarmun á árás á NATÓ-ríki og ekki NATÓ-ríki, eins og Úkraína sé, þá skipti það Pútín engu máli.

Hann sagði einnig að Pútín „telji NATÓ veikburða og geti ekki einu sinni varið Eystrasaltsríkin“. Lettland, Litháen og Eistland eru einmitt í NATÓ.

Khodorkovskij var áður ríkasti maður Rússlands en hann var eigandi Yukos olíufélagsins. Hann lenti upp á kant við Pútín og var dæmdur í fangelsi fyrir skattsvik og rússneska ríkið tók Yukos yfir.

Khodorkovskij er harður andstæðingur Pútíns og stjórnar hans og dregur ekki af sér í gagnrýni á Pútín og rússnesk stjórnvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu