fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Örn sakaður um að hafa stolið milljónum frá Landspítalanum – Millifærði af reikningum læknaráðs yfir á eigin reikninga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans, Örn Þ. Þorvarðarson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Er hann sakaður um að hafa dregið sér rúmlega 4,1 milljón króna af fjármunum starfs- og gjafasjóðs læknaráðs Landspítalans á árunum 2012 til 2016.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Eru þar listaðar upp millifærslurnar sem ákært er fyrir og eru þær samtals 34 talsins. Lægsta upphæðin nemur 55 þúsund krónum og sú hæsta tæplega 600 þúsund.

Héraðssaksóknari krefst þess að Örn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Landspítalinn gerir einkaréttarkröfu í málinu og krefst skaðabóta upp á tæplega 2,5 milljónir. „Krafa þessi er gerð fyrir hönd starfsmanna spítalans sem eru eigendur þess fjár sem ákærði er talinn hafa dregið sér með ólögmætum hætti. Aðild Landspítala er því byggð á að ákærði framdi hið meinta brot í starfi sem hann var ráðinn til að sinna sem starfsmaður spítalans,“ segir í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“