fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Gísli Hauksson, kenndur við Gamma, ákærður fyrir heimilisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 05:17

Gísli Hauksson, einn stofnanda GAMMA, var sakfelldur fyrir heimilisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, athafnamaður sem oft er kenndur við Gamma, hefur verið ákræður fyrir brot í nánu sambandi. Hann er ákærður fyrir að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni, á heimili þeirra í Reykjavík, og beitt hana ofbeldi. Þetta gerðist í maí 2020.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í ákærunni sé Gísla gefið að sök að hafa tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og hafi fallið í gólfið.

Þegar konan hörfaði inn í herbergi er Gísli sagður hafa farið á eftir henni og gripið ítrekað um handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Þetta hafði þær afleiðingar að hún tognaði og hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk fjölda yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi.

Konan krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.

Gísli er annar stofnenda Gamma Capital Management. Hann hætti störfum hjá félaginu 2018. Hann átti 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi

Maður sogaðist inn í þotuhreyfil í Mílanó – Miklar raskanir á flugi
Fréttir
Í gær

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“

Viðbrögð við vafasömu Íslandsmeti stjórnarandstöðunnar – „Orðið tímabært að ríkisstjórnin bindi enda á þennan skrípaleik“