fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Faðir barnanna sem brottnumin voru frá Noregi segir að þeim sé hætta búin – „Hver klukkustund skiptir máli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 21:55

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir þriggja barna sem brottnumin voru frá smábæ í Noregi í gær og flutt til Íslands staðhæfir í samtali við DV að þeim sé hætta búin. Stundin greindi frá því í dag að börnin hefðu verið flutt með einkaflugvél frá Noregi til Reykjavíkurflugvallar á mánudagskvöld. Móðir þeirra hafi staðið að því en forræði barnanna er hjá föðurnum og má móðirin aðeins heimsækja börnin einn sólarhring á ári.

Móðirin greindi frá ferðalaginu á Facebook-síðu sinni og birti myndir úr einkaflugvélinni sem flaug með börnin til Íslands.

Faðir barnanna sagði í samtali við DV í kvöld að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu um leið og hann uppgötvaði að börnin væru horfin. Unnið sé að því að koma þeim í hendur hans aftur. „Ég tilkynnti ránið á strákunum samstundis til lögreglunnar í gær. Lögreglan er að vinna í málinu. Hef lítið annað að kommentera. Ég er að sjáfsögðu að leita réttar míns,“ segir maðurinn.

Aðspurður segir maðurinn að börnunum sé hætta búin: „Þeim er hætta búin. Hver klukkustund skiptir máli.“

Maðurinn segist ekki geta tjáð sig frekar um málið enda sé það á borði lögreglu. Málið er honum afar erfitt: „Ég get ekki rætt þetta meir núna, ég hef tekið svefntöflu…Svaf ekkert síðustu nótt,“ segir hann.

Samkvæmt frétt Stundarinnar rannsakar norska lögreglan málið og hefur haft samband við íslensk lögregluyfirvöld og óskað eftir samvinnu við rannsóknina. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur norska lögreglan rætt við konuna sem staðfestir að börnin séu í hennar umsjá á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu