fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Tveir háttsettir rússneskir hermenn felldir af Úkraínumönnum – 17 háttsettir foringjar fallnir til þessa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. mars 2022 08:00

Lík rússneskra hermanna nærri Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að 17 háttsettir rússneskir herforingjar hafi fallið í stríðinu í Úkraínu fram að þessu. Nýjustu nöfnin á þessum lista eru þeir Dmitry Toptun, sem var foringi vélknúinnar herdeildar, og Alexey Osokin, leiðtogi herdeildar fallhlífarhermanna. Mirror skýrir frá þessu.

Fram kemur að Toptun hafi fallið þegar skriðdrekaflaug var skotið á brynvarið ökutæki hans í Izyum nærri Kharkiv. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvar Osokin féll.

Alexey Osokin
Dmitry Toptun

Margvíslegar ástæður eru sagðar vera fyrir af hverju svo margir af æðstu foringjum hersins hafa fallið í stríðinu á þeim fjórum vikum sem það hefur staðið yfir.  Meðal annars hefur David Petraeus, fyrrum hershöfðingi og yfirmaður CIA, sagt að Úkraínumenn séu með „góðar leyniskyttur“ sem séu færar um að finna mikilvægustu einstaklingana þegar fjarskiptakerfi Rússa hafa verið lömuð. Þá verði hershöfðingjarnir óþolinmóðir og fari framar í víglínuna til að sjá hvað er að gerast.  Þar bíði leyniskytturnar þolinmóðar eftir þeim. Einnig hafa borist fregnir af því að hershöfðingjunum sé ýtt framar á vígvellinum en venja er til að efla baráttuanda rússnesku hermannanna sem er sagður mjög lítill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“