fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Segja frétt ranga og deilingu veðurfarsupplýsinga hætt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 04:55

Myndir af föllnum úkraínskum hermönnum hafa verið hengdar upp í kirkju í Lviv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu geisar enn af miklum krafti. Rússneski innrásarherinn er nær kyrrstæður og hefur verið dögum saman. Mat sumra hernaðarsérfræðinga er að hann sé að niðurlotum kominn og eigi í erfiðleikum með birgðaflutninga og einnig sé baráttuandi hermannanna lítill.

Hér er yfirlit yfir helstu fréttir næturinnar af málefnum Úkraínu.

Úkraínskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á morði og nauðgun á úkraínskum hjónum en rússneskur hermaður er grunaður um ódæðisverkið. Í fréttatilkynningu frá saksóknurum kemur fram að hermaðurinn sé grunaður um að hafa drepið úkraínskan karlmann og síðan nauðgað eiginkonu hans.

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, segir að friðarviðræður við Rússa séu erfiðar en þeim miði aðeins áfram.

Rússnesk yfirvöld segja að frétt sem birtist á vefsíðu rússnesks vefmiðils á mánudaginn um að 10.000 rússneskir hermenn hefðu fallið í stríðinu í Úkraínu sé röng. Ritstjóri blaðsins segir að tölvuþrjótar hafi brotist inn á vefsíðuna og sett „falsfrétt“ um þetta inn.

Volodymyr Zelenskyy segir að rússneskir hermenn hafi tekið bílalest, svokallaða mannúðarlest, til fanga. The Guardian skýrir frá þessu. Ekki kemur fram hvort fólk eða varningur var flutt með lestinni en bílstjórar voru teknir til fanga af Rússum sagði Zelenskyy á Telegram.

Evrópska veðurfræðisstofnunin hefur ákveðið að hætta að láta Rússum veðurfarsgögn í té. Ástæðan er að slík gögn geta skipt máli ef nota á efna- eða lífefnavopn. Þetta kemur fram á Twitteraðgangi hvítrússneska miðilsins Nexta en hann er andsnúinn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“