fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þórarinn skrifar opið bréf til landlæknis í kjölfar láts eiginkonu sinnar – ,,Hvað þurfum við að sjá á eftir mörgum vegna vanhæfni einstakra lækna?“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 18. mars 2022 12:41

Þórarinn heldur í hönd Láru Sigríðar þar sem hún var á dánarbeðinu, og mynd af leiðinu hennar. Aðsendar myndir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ef að þeir hefðu skoðað hana strax hefði verið unnt að bjarga henni og ég vil fá að fólk fái að heyra þessa sögu. Auðvitað er maður að syrgja en jafnframt brennur reiðin inni í manni vegna þess að þetta skyldi fara svona,“ segir Þórarinn  Hafdal Hávarðsson en eiginkona hans, Lára Sigríður Thorarensen, lést þann 19. febrúar síðastliðinn. Þórarinn segist þess fullvisss að það hefði verið unnt að bjarga Láru ef læknar hefðu hlustað á hana og sent í nauðsynlegar rannsóknir. Þess í stað var Lára, sem var sífellt meira kvalin, send á milli lækna sem Þórarinn segir hafa hent í hana töflum án þess að leita skýringa á ástandinu.

,,Lára var 58 ára gömul, bráðung manneskja. Maður reiknaði með 15-20 árum til viðbótar með henni. Hún dýrkaði barnabörnin sín og það var henni erfiðast að kveðja þau. En hún felldi aldrei tár, hún var alltaf að hugsa um okkur. Það er von mín að landlæknir lesi þetta og bregðist við. Þetta getur ekki gengið svona lengur, maður er búin að heyra alltof margar sögur af sambærilegum tilfellum,“ segir Þórarinn.

Þórarinn hefur skrifað opið bréf til landlæknis vegna reynslu Láru Sigríðar og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta það.

Opið bréf til landlæknis.

Að setjast niður og skrifa svona bréf er eitthvað sem ég taldi útilokað að ég mundi nokkur tímann gera en ég sé mig knúinn til þess á þessum tímapunkti.
Sagan hefst í febrúar 2021 en þá fer konan mín, Lára Sigríður Thorarensen að finna sársauka hægra megin í baki, rétt við herðablaðið. Hún fer til læknis og fær þann dóm að þetta væri vöðvabólga og fékk lyf við því.
Þrátt fyrir að fara í einu og öllu eftir ráðleggingum læknisins sló ekki neitt á þetta. Hún fer til annars læknis og spyr ráða, ráðleggingar hans eru svipaðar og þess fyrsta. Nú er sársaukinn komin í bringuna líka og hún er orðin áhyggjufull. Hún leitar til þriðja læknisins og enn fer þetta sömu leið, fær íbúfen og sýklalyf vegna hugsanlegar sýningar í lunga.
Það er skemmst frá því að segja að ekkert sló á þennan sársauka þrátt fyrir öll heimsins ráð, hún beitti bæði hita og kulda meðferð á svæðin.

Hlaupum aðeins yfir.

Þegar hún fer til læknis númer sex en það er í júní, þá slær hún í borðið og segist ekki fara út fyrr en samþykkt er að hún verði send í rannsókn til að finna útúr þessu verkjum. Lára lýsir þessu fyrir lækninum en þá er sársaukinn kominn líka i hol höndina. Læknirinn, sem er kona, spyr þá hvað hún haldi að þetta sé, hún segir strax að hún telji að þetta sé krabbamein.
Læknirinn samþykkir að senda hana í rannsóknir. Í rannsókninni kemur strax i ljós stórt æxli í hægra lunga, æxlið er 9,1cm sem vex út úr lunganu og er óskurðtækt.
Á þessum tímapunkti kemur heilbrigðiskerfið og ber okkur á herðum sér og fékk hún frábæra þjónustu á öllum stigum meðferðarinnar. Um var að ræða svokallað smá frumu krabbamein.

Lára barðist við þennan vágest í 8 mánuði en tapaði þeirri baráttu 19 febrúar.

Því spyr ég þig ágæti landlæknir, hve mörg svona dæmi þarf að koma til, því þau eru orðin mjög mörg, til þess að hinn venjulegi heimilislæknir sem er alltaf fyrsta stopp hjá fólki sem kennir sér mein, hlusti á sjúklingana sína. Þá meina ég að hlusta raunverulega, hvað þurfum við að sjá á eftir mörgum vegna vanhæfni einstakra lækna sem henda í fólk töflum sem allt eiga að leysa.

Syrgjandi eiginmaður.
Með vinsemd og virðingu,
Þórarinn Hafdal Hávarðsson,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala