fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Segja að lík rússneskra hermanna fylli líkhús í Hvíta-Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. mars 2022 07:22

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík rússneskra hermanna, sem hafa fallið í stríðinu í Úkraínu, fylla nú fjölda líkhúsa í Hvíta-Rússlandi að sögn íbúa þar. Líkin eru flutt með vörubílum til Hvíta-Rússlands og send þaðan til Rússlands með flugvélum eða járnbrautarlestum að sögn Hvít-Rússa.

Radio Free Europe skýrir frá þessu. Fram kemur að íbúar hafi lýst því hversu hryllilegt það er að sjá líkin sett um borð í járnbrautarlestir í Mazyr áður en ekið er með þau til Rússlands.

„Fjöldi líkanna var ótrúlegur. Fólki, sem var á Mazyr lestarstöðinni, var mjög brugðið vegna fjölda þeirra líka sem voru sett um borð í lestina,“ hefur Radio Free Europe eftir íbúa í Mazyr.

Einnig kemur fram að líkhús í Homel og Naroulia séu yfirfull af líkum rússneskra hermanna.

Læknum hefur verið hótað brottrekstri ef þeir tjá sig um fjölda særðra eða látinna rússneskra hermanna.

Úkraínumenn segja að rúmlega 12.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu en bandarísk yfirvöld telja töluna nær 6.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi