fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Pútín sagður hafa fyrirskipað „hryðjuverkaárás“ á kjarnorkuverið í Tjernobyl

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. mars 2022 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Úkraínsku varnarleyniþjónustunni mun forseti Rússlands, Vladimir Pútín hafa fyrirskipað „hryðjuverkaárás“ á kjarnorkuverið í Tjernobyl til að framkalla „manngerðar hörmungar“.

Í framhaldinu ætli Rússland að kenna Úkraínu um árásina. Samkvæmt þeim upplýsingum sem varnarleyniþjónustan birti á Facebook í dag segir að verði þessi meintu áform að veruleika muni það hafa hörmulegar afleiðingar fyrir heiminn.

Kjarnorkuverið er nú alfarið aftengt kerfum alþjóðlega kjarnorkueftirlitsins (IAEA) og hafa Rússar meinað úkraínskum viðgerðarmönnum aðgang að verinu og frekar hleypt þar inn viðgerðarteymi frá Hvíta-Rússlandi.

Samkvæmt starfsmanni varnarleyniþjónustunnar er Pútín nú tilbúinn að beita kjarnorku í stríðinu með þessum hætti út af stuðningsaðgerðum alþjóðasamfélagsins við Úkraínu.

„Hafandi ekki náð þeim árangri í hernaði eða í samningaviðræðum sem hann vildi er Pútín nú tilbúinn að stunda kjarnorkukúgun gegn alþjóðasamfélaginu vegna stuðnings þeirra við Úkraínu […]Þetta útspil Pútíns mun hafa hörmulegar afleiðingar fyrir allan heiminn. En það lítur út sem það sé einmitt það sem rússneski einræðisherrann treystir á.“

Fljótlega eftir að innrásin í Úkraínu hófst náðu Rússar Tjernobyl undir sitt vald. Síðan þá hafa starfsmenn kjarnorkuversins aðeins geta átt í samskiptum við eftirlitsaðila í Úkraínu í gegnum tölvupóst, þar sem rafmagnslínur eyðilögðust í átökunum, en undanfarna daga hefur ekkert heyrst frá þeim.

Umrædd árás sem Pútín er sagður hafa fyrirskipað mun fela í sér að framkallaður verður leki á kjarnorkuúrgangi og Úkraínu kennt um að hafa valdið lekanum. Er undirbúningur, að því að kenna Úkraínu um, sagður þegar hafinn.

Í frétt CNN um málið er tekið fram að undanfarið hafi Rússland og Úkraína lagt fram ýmsar ásakanir á hendur andstæðingi sínum um meinta fyrirhugaða notkun á efnavopnum, kjarnorkuslysum eða lífefnavopnum, án þess að leggja fyrir því beinar sannanir. CNN tekur einnig fram að nú sé deilt um hvort að rafmagn sé komið á kjarnorkuverið eftir viðgerðir – Hvíta-Rússland segir það komið á, en Úkraína neitar því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“