fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Talið að óhugnalegir rússneskir leiguhermenn frá „kokki Pútíns“ hafi verið sendir til Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2022 10:54

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmálaráðuneyti Bretlands telur að rússneskir leiguhermenn hafi nú verið sendir til Úkraínu. Leiguhermennirnir koma frá einkareknum hernaðarfyrirtækjum á borð við Wagner hópinn sem er talinn vera í eigu viðskiptajöfursins Yevgeny Prigozhin sem á í nánum tengslum við forseta Rússlands, Vladimir Putin, hefur Prigozhin meðal annars verið uppnefndumr „kokkur Pútíns“ þar sem hann segir aðeins þjónusta rússnesk yfirvöld.

Wagner hópurinn var í desember á síðasta ári beittur efnahagsþvingunum af Evrópusambandinu út af „alvarlegum mannréttindabotum, þeirra á meðal pyntingar“ sem og aftökur í löndum á borð við Líbíu, Sýrlandi, Úkraínu og í Mið-Afríkulýðveldinu.

Kjörorð Wagner hópsins eru meðal annars að vernd hagsmuni Rússlands, alltaf og alls staðar, að virða heiður rússneskra hermanna, að berjast ekki fyrir peninga heldur fyrir það prinsipp að vinna alltaf og alls staðar.

Wagner hópurinn hefur einnig verið sakaður um að ráðast gegn þeim sem veita mannúðaraðstoð á átakasvæðum, meðal annars friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum.

Úkraínski herinn staðfesti fyrir tveimur hópum að það hafi komið til átaka nærri Kænugarði við meðlimi í Wagner hópnum (sem nú kallar sig Liga).

Hópurinn er talinn vinna eftir fyrirmælum frá rússneskum yfirvöldum og þeim hafi meðal annars verið falið að ráða Volodímír Zelenski, forseta Úkraínu, af dögum.

Wagner hópurinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um rán, nauðganir, morð og meinta stríðsglæpi. BBC fréttastofan komst yfir spjaldtölvu í Líbíu sem var í eigu hermanns hjá Wagner hópnum sem sýndi að hópurinn hafi skilið eftir ómerktar jarðsprengjur á íbúðasvæðum – sem er stríðsglæpur. Meðlimir hafa verið sakaðir um að ræna og nauðga óvopnuðum óbreyttum borgurum í Mið-Afríkulýðveldinu af bæði Frakklandi og Sameinuðu þjóðunum.

Hópurinn er sagður taka að sér verkefni sem þykja of subbuleg fyrir opinbera rússneska herinn svo rússnesk yfirvöld geti neitað að þau beri ábyrgð á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn