fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

„Millistéttin mun missa allt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 16:30

Rússar við matarinnkaup. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt efnahagslíf og rússneskur almenningur mun finna mjög fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum Vesturlanda en þau hafa gripið til harðra refsiaðgerða vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Millistéttin mun fara verst út úr þessu.

Þetta er mat Jeremy Morris, prófessors við Árósaháskóla, sem hefur mikla þekkingu á Rússlandi og efnahag landsins.

„Þeir sem tapa mest eru þeir sem hata Pútín nú þegar. Millistéttin mun missa allt. Refsiaðgerðirnar munu valda hárri verðbólgu sem mun einnig hafa mikil áhrif á þá fátæku. En í heildina er það millistéttin, sem hefur getað keypt vörur frá Apple, vestrænan fatnað og vesturevrópska bíla, sem mun verða fyrir mestum áhrifum. Hún mun í raun missa allan kaupmáttinn sinn,“ sagði hann í samtali við Ekstra Bladet.

Hann sagði að rússneska millistéttin sé um 15-20% af íbúafjölda landsins.

Hann sagði að einnig geti orðið skortur á ákveðnum matartegundum en það verði væntanlega ekki stórt vandamál því Rússar geti framleitt þær matvörur sem þeir hafa þörf fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax