fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Miklar breytingar væntanlegar í miðbæ Reykjavíkur – Svona verður Lækjartorg endurgert

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar breytingar eru yfirvofandi á Lækjartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Í fréttatilkynningu sem birtist á vef Reykjavíkurborgar í dag má sjá hvernig Lækjartorg verður endurgert á næstunni.

„Lækjartorg mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og verður lyft upp á spennandi og áhugaverðan hátt samkvæmt tillögunni Borgaralind,“ segir í tilkynningunni frá borginni.  Tillagan kemur frá Sp(r)int Studio og Karrens en Brands, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veittu verðlaunahöfum viðurkenningar á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.

Efnt var til hönnunarsamkeppninnar um Lækjartorg árið 2021 og var auglýst eftir tillögum sem hefðu rými fyrir fólk að leiðarljósi í hönnun. Samkeppnin var á vegum Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA).

Samkeppnin var hönnunarsamkeppni með forvali og var í tveimur þrepum. Markmið samkeppninnar var að fá fram frjóar og áhugaverðar hugmyndir um hönnun Lækjartorgs og nærliggjandi gatna. Ellefu umsóknir bárust í forvali og voru þrjár tillögur valdar til þátttöku á síðara þrepi.

Samkeppnissvæðið náði yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti.

„Sveigjanleiki, leikgleði og vel útfærð rými“

Dómnefndin í samkeppninni var skipuð af Birni Axelssyni, skipulagsfulltrúa og formanni dómnefndar, Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa, Orra Steinarssyni, arkitekt og skipulagsfræðingi, Hlín Sverrisdóttur, landslagsarkitekt hjá FÍLA og skipulagsfræðingur SFFÍ, og Hebu Hertervig, arkitekt hjá AÍ.

Það var einróma álit dómnefndar að tillagan „uppfylli flestar áherslur samkeppnislýsingarinnar og gefi torginu og aðliggjandi gatnarýmum nýja vídd og nýtt og spennandi hlutverk í hjarta borgarinnar“.

Tillagan þykir vera allt í senn djörf, hlýleg og rómantísk. „Hún ber með sér hugmyndaauðgi, sterka fagurfræðilega sýn, og næmni fyrir umhverfi og staðaranda og lyftir Lækjartorgi upp á spennandi og áhugaverðan hátt,“ segir dómnefndin um tillöguna í umsögn sinni.

„Tillagan nær að flétta saman nútímann og söguna samhliða því að styrkja hlutverk Lækjartorgs sem vettvang fjölbreyttra athafna og mannlífs. Sveigjanleiki, leikgleði og vel útfærð rými á torginu fela í sér ótal möguleika og tækifæri fyrir margvíslega viðburða á á öllum árstímum,“ segir í umsögn dómnefndar.“

Dagur borgarstjóri er ánægður með tillöguna sem vann en hann ávarpaði fundinn eftir kynningu á tillögunni. „Mér fannst svo snjallt að stilla þessu upp sem púsli en þetta púsl hefur einfaldlega vantað,“ sagði Dagur.

„Þarna kemur svo margt saman. Mér finnst þessi magnaða umbreyting borgarinnar vera líka tákn fyrir nýja tíma, sagði hann.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem sýna yfirvofandi breytingar á Lækjartorgi og á Austurstræti:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“