fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Rússneskir vísindamenn segja Rússland vera „óþokkaríki“ – Leggja sig í mikla hættu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 06:38

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 7.000 rússneskir vísindamenn og háskólafólk gagnrýna Vladímír Pútín, Rússlandsforseta og ákvörðun hans um að ráðast á Úkraínu, í opnu bréfi. Fólkið setur sig í mikla hættu því eins og kunnugt er er Pútín ekki hrifinn af gagnrýni og tekur þá engum vettlingatökum sem dirfast að gagnrýna hann.

Fólkið á á hættu að verða refsað fyrir yfirlýsingu sína og mun jafnvel missa vinnuna. Rússneska þingið hefur á undanförnum árum samþykkt lög sem heimila yfirvöldum að sækja þá til saka sem gagnrýna ríkisstjórnina og forsetann. Í vikunni samþykkti þingið frumvarp sem heimilar enn þyngri refsingar yfir þeim sem gagnrýna innrásina í Úkraínu.

„Við, rússneskir vísindamenn og rannsóknarblaðamenn, mótmælum kröftulega innrás hersins í Úkraínu. Við erum sannfærð um að engar landfræðilegar eða stjórnmálalegar ástæður geti réttlætt dauða og blóðsúthellingar,“ segir í bréfinu að sögn Jótlandspóstsins.

Bréfritarar segja að mannleg gildi séu grunnur vísindanna og að sá árangur sem hefur náðst á mörgum árum við að byggja upp orðspor Rússlands sem leiðandi miðstöðvar á stærðfræðisviðinu hafi verið gjöreyðilagður. Þessu til stuðnings benda þeir á að stórri alþjóðlegri ráðstefnu fyrir stærðfræðinga, sem átti að fara fram í Rússlandi í júlí, hefur verið aflýst vegna innrásarinnar.

Bréfritarar segja einnig að Rússland sé „árásaraðilinn og því óþokkaríki“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný