fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Úkraína býður rússneskum mæðrum að sækja syni sína

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 16:30

Rússneskur hermaður drekkur te frá Úkraínumönnum á meðan hann hringir í móður sína - Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína hefur boðið rússneskum mæðrum að koma til Úkraínu að sækja rússneska hermenn sem teknir hafa verið til fanga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Úkraínu.

„Ákvörðun hefur verið tekin um að sleppa rússneskum hermönnum ef mæður þeirra mæta að sækja þá til Kyiv í Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá hefur ráðuneytið gefið út símanúmer og netfang sem rússneskar mæður geta haft samband við til að sækja syni sína. „Þið verðið tekin til Kyiv þar sem syni ykkar verður skilað til ykkar,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. „Ólíkt Pútín og hans fasistum þá erum við Úkraínumenn ekki að herja stríð gegn mæðrum og þeirra fönguðu sonum.“

Þá hefur blaðamaður Kyiv Independent greint frá því að almennir borgarar í Úkraínu hafi boðið fönguðum rússneskum hermönnum upp á te og mat auk þess sem þeim er gefið færi á að hringja í mæður sínar í gegnum myndsíma. „Mig langar að gráta því ég elska landið mitt svo mikið,“ segir blaðamaðurinn í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni.

Síðan innrás Rússa hófst í Úkraínu hefur mikið verið fjallað um rússneska hermenn sem voru mættir í Úkraínu á fölskum forsendum. Þeim var talin trú að þeir væru á leið í björgunarleiðangur, ekki í stríð. Því er sagt að einhverjir þeirra hafi lagt niður vopnin þegar þeir fundu fyrir mótstöðunni frá Úkraínumönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim