fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Pútín er sagður verða sífellt reiðari – „Ég óttast að hann hafi enga augljósa útgönguleið“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 07:00

Pútín þegar hann ávarpaði rússnesku þjóðina í síðustu viku.Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar bandarískra leyniþjónustustofnana benda til að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, verði sífellt ósáttari við gang mála í Úkraínu en sókn rússneska hersins hefur ekki gengið eins og Rússar áttu von á. Andspyrna Úkraínumanna hefur verið miklu meiri en reiknað var með og einnig hafa Rússar átt í erfiðleikum með birgðaflutninga og baráttuandi rússnesku hermannanna er sagður lítill.

Samkvæmt frétt NBC News þá herma heimildir frá Moskvu að Pútín hafi látið reiði sína bitna ótæpilega á nánum samstarfsmönnum sínum. Hann sé mjög reiður og ósáttur vegna þess hversu illa hernaður Rússa í Úkraínu gengur sem og vegna viðbragða umheimsins við innrásinni en flestar þjóðir heims hafa fordæmt Rússa og standa þeir nú nær aleinir og útskúfaðir á alþjóðavettvangi.

Telja bandarískar leyniþjónustustofnanir að vegna þessa sé hugsanlegt að Pútín gefi fyrirmæli um enn harkalegri hernað þar sem ofbeldið og manntjónið verður enn meira sem og eyðileggingin sem því fylgir.

Mark Warner, þingmaður og formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings, sagði í samtali við MSNBC að Pútín sé orðinn mjög einangraður. „Hann er ekki mikið í Kreml lengur . . . Hann fær sífellt færri upplýsingar og ráð og þessar upplýsingar og ráð koma frá höfðingjasleikjum,“ sagði Warner og bætti við: „Ég óttast að hann sé búinn að mála sig út í horn. Ég óttast að hann hafi enga augljósa útgönguleið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni