fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Rússneskir ferðamenn fá ekki að koma til Íslands

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 11:07

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir ferðamenn munu ekki fá að koma til Íslands vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þessu greindi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Fyrr í morgun tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að Ísland væi búið að loka fyrir flugumferð Rússa yfir Ísland til að sýna samstöðu með Úkraínu.

Katrín ræddi um lokun lofthelginnar í Sprengisandi en hún segir að Rússum hafi verið greint frá ákvörðuninni í morgun. „Við vorum að upplýsa fulltrúa rússneskra stjórnvalda um lokun lofthelginnar núna í morgun, hér á Íslandi. Öll loftför skráð í Rússlandi geta ekki flogið um íslenska lofthelgi,“ segir hún.

„Síðar í dag verður tilkynnt um vegabréfsáritanir, að það verður sett stopp á þær. Þetta eru mjög umfangsmiklar aðgerðir og þær eru líka markmiðssettar, eða hvernig sem maður orðar það, þar sem þær beinast að þessum hópi sem eru það sem við köllum ólígarkarnir, sem við vitum að eru auðvitað í kringum rússnesk stjórnvöld og Pútín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið