fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Snjómokstursmenn kvarta undan menntahroka og einelti af hálfu borgaryfirvalda – Keyptu saltbíl sem gat ekki borið salt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. febrúar 2022 07:56

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarþjónusta Reykjavíkur er í ólestri og segjast starfsmenn sem sinna þeirri þjónustu hjá borginni hafa fengið sig full sadda af níðrandi framkomu borgaryfirvalda. Segjast þeir meðal annars verða fyrir einelti sem sé rótgróin og vilja þeir sjálfir rekja eineltið til þess að þeir séu ekki langskólagengnir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Segir þar jafnframt að bréfritarar lýsa „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð.“ Bréfritarar hafa samkvæmt Morgunblaðinu ekki fengið svör við bréfi sínu frá borginni.

Í bréfinu kemur jafnframt fram að keypt hafi verið bifreið í vetrarþjónustuna þvert á niðurstöður þarfagreiningar sem svo reyndist ónothæf þar sem hún gat ekki borið eins tonna saltkassa sem notaðir eru til að hálkuverja þrengri götur borgarinnar.

Enn fremur segir Morgunblaðið frá því að eftirlítsbílar borgarinnar, sem eru eðli málsins samkvæmt þeir fyrstu út á ómokaðar götur Reykjavíkur í vetrarveðri, megi ekki hafa nagladekk vegna stefnu borgarinnar. Hafi þetta komið mikið niður á þjónustunni.

Að lokum er bent á að starfsaðstaða starfsmanna sé slæm og samanstandi meðal annars af „hriplekum gámi.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi