fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Snjómokstursmenn kvarta undan menntahroka og einelti af hálfu borgaryfirvalda – Keyptu saltbíl sem gat ekki borið salt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. febrúar 2022 07:56

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarþjónusta Reykjavíkur er í ólestri og segjast starfsmenn sem sinna þeirri þjónustu hjá borginni hafa fengið sig full sadda af níðrandi framkomu borgaryfirvalda. Segjast þeir meðal annars verða fyrir einelti sem sé rótgróin og vilja þeir sjálfir rekja eineltið til þess að þeir séu ekki langskólagengnir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Segir þar jafnframt að bréfritarar lýsa „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð.“ Bréfritarar hafa samkvæmt Morgunblaðinu ekki fengið svör við bréfi sínu frá borginni.

Í bréfinu kemur jafnframt fram að keypt hafi verið bifreið í vetrarþjónustuna þvert á niðurstöður þarfagreiningar sem svo reyndist ónothæf þar sem hún gat ekki borið eins tonna saltkassa sem notaðir eru til að hálkuverja þrengri götur borgarinnar.

Enn fremur segir Morgunblaðið frá því að eftirlítsbílar borgarinnar, sem eru eðli málsins samkvæmt þeir fyrstu út á ómokaðar götur Reykjavíkur í vetrarveðri, megi ekki hafa nagladekk vegna stefnu borgarinnar. Hafi þetta komið mikið niður á þjónustunni.

Að lokum er bent á að starfsaðstaða starfsmanna sé slæm og samanstandi meðal annars af „hriplekum gámi.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”