fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Guðmundi í Afstöðu sparkað úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu – Segir óvíst hvort hann haldi áfram í flokknum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 03:03

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar sem hefst í fyrramálið, laugardagsmorgun, verður ekki á kjörseðlinum eftir allt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Samfylkingarinnar sem gerð var kunn fyrr í kvöld.

Áður hafði kjörstjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík komist að sömu niðurstöðu í morgun, en Guðmundur kærði þá niðurstöðu til fyrrnefndrar úrskurðarnefndar.

Guðmundar segir frá vendingunum inni á lokuðum stuðningsmannahópi hans á Facebook. Úr færslunni má jafnframt lesa að niðurstaðan sé endanleg, og að óvíst sé hvort „samlíf“ hans og Samfylkingarinnar geti átt sér framhald eftir atburði dagsins.

Guðmundur gaf kost á sér á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor, en var meinað um sæti vegna stöðu hans innan fangelsiskerfisins. Guðmundur er á reynslulausn, og er tekist á um það hvort hann hreinlega megi, samkvæmt kosningalögum, bjóða sig fram. Eitt skilyrðanna þar er að menn hafi óflekkað mannorð, án þess að farið sé dýpra í þá sálma í kosningalöggjöf.

Guðmundur sagði jafnframt í færslunni það vera vonbrigði að Samfylkingin hafi ekki leyft sér að spreyta sig og að leyfa þá jafnvel dómstólum að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort menn á reynslulausn þykja hafa lokið afplánun og hafa þá óflekkað mannorð, í skilningi laganna.

Í vikunni voru sagðar fréttir af miklum nýskráningum í Samfylkinguna í aðdraganda prófkjörsins og var stór hluti þeirra rakin til framboðs Guðmundar.

Í fyrrnefndri færslu skrifar Guðmundur:

Það er líka sárt að fá þessi tíðindi svona kvöldið áður en prófjörið hefst enda hafði Ásta Guðrún Helgadóttir, formaður kjörstjórnar, sagt mér að kjörgengi mitt hefði verið rætt innan flokksins. Ekki væri lengur um það deilt að ég væri kjörgengur. En vegna á­bendingar sem kjör­stjórn barst núna í vikunni virðist eitt­hvað hafa breyst í hugum kjör­stjórnar síðan hún tók fram­boð mitt gilt á fundi kjör­stjórnar 22. janúar. Kannski dugnaður okkar sem fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum.

Sem fyrr segir opnar fyrir atkvæðagreiðslur í fyrramálið og eru kjörstaðir opnir fram á sunnudag kl. 3. Kosið er rafrænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný