fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Íslenskur köttur vekur athygli utan landsteinanna – „Starfsmaður mánaðarins“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 21:00

Diego að leggja sig í A4 - Mynd: Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kötturinn Diego er án efa einn þekktasti köttur Íslands, hann býr nálægt Skeifunni og gerir sér reglulega ferðir í verslanirnar sem þar eru.

Diego er sérstakt umfjöllunarefni Facebook-hóps sem telur tæplega 7.000 meðlimi sem birta myndir af honum við „störf“ í verslunum Skeifunnar, til að mynda er hann fastagestur í Hagkaup og A4.

Í ritfangabúðinni er meira að segja auglýsing sem segir Diego mæla með ákveðnum pappír en iðullega gerir köttuirnn sér ferð í búðina til að leggja sig á pappírnum.

„Starfsmaður mánaðarins“

Nú hefur Diego þó vakið athygli utan landsteinanna. Twitter-aðgangurinn Bodega Cats, sem er með rúmlega 870 þúsund fylgjendur, birti í gær myndir af Diego sem teknar voru í A4 í Skeifunni.

Diego vakti að sjálfsögðu mikla ánægju hjá fylgjendum Bodega Cats en tæplega 30 þúsund manns hafa líkað við myndirnar af íslenska kettinum.

Í athugasemdunum má sjá mikla aðdáun hjá fylgjendum Bodega Cats á þessum íslenska ketti. „Vá hvað hann er myndarlegur,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni. „Starfsmaður mánaðarins,“ segir í annarri athugasemd. Þá segir einn fylgjandinn að Diego myndist afar vel.

Þá birti Bodega Cats einnig mynd af auglýsingaskiltinu sem Diego er á í A4. Fjölmargir fylgjendur aðgangsins vildu ólmir vita hvað textinn á skiltinu þýddi á ensku og mættu nokkrir Íslendingar í athugasemdirnar til að þýða textann. „Diego mælir með New Future pappírnum. Athugið, ef þú ert með kattaofnæmi þá eigum við pakka á bakvið,“ stendur á skiltinu sem sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“