fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Elísabet kom Hönnu Björg til varnar og allt sprakk – „Ég er svo trig­geruð að mér er flökurt“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 09:43

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að netheimar hafi nötrað undanfarna daga í kjölfar aðsendrar greinar sem baráttukonan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur. Þar gagnrýndu stöllurnar ónafngreindarn  kynfræðing harkalega fyrir að ræða BDSM-hneigðir eins og kyrkingar í kynfræðslu sinni í grunnskólum landsins.  Það var þó augljóst um hvern var rætt og skömmu síðar steig kynfræðingurinn Sigga Dögg fram og varði hendur sínar.

Hún og Hanna Björg mættust síðan í eldfimu viðtali í Kastljósi þar sem Hanna Björg þótti vera svo ókurteis að hún endaði með því biðjast afsökunar á framferði sínu.

Rifrildinu virðist þó hvergi nærri lokið ef marka má samfélagsmiðla í nótt. Þá steig aktívistinn Elísabet Ýr Atladóttir fram til stuðnings Hönnu Bjargar í færslu á Facebook-síðu sinni og sagði að konur ekki þurfa að vera næs þegar þær tali gegn ofbeldi þó að það sé kallað BDSM eða samþykki.  Undir færsluna skrifar Elísabet Ýr svo að hún styðji kink-shaming alla daga, alltaf.

„Vona að þið skammist ykkar vel og vandlega fyrir að prómótera og normalísera ofbeldi og fyrir að gera konum og stelpum erfiðara fyrir að setja mörk og með því að láta sem þetta snúist allt bara um töfrað og útópískt „samþykki“, sem er allt of einfaldar fyrirbæri þegar við BÚUM VIÐ NAUÐGUNARMENNINGU,“ skrifar Elísabet Ýr jafnframt í færslu sína.

Hanna Björg fagnaði færslunni í  athugasemdakerfinu og í kjölfarið fór allt í háaloft. Vildu sumir  netverjar meina að Hanna Björg leiki tveimur skjöldum varðandi viðhorf sitt til BDSM-kynlífs og kepptust við að fordæma hana bæði á Twitter auk þess sem margir talsmenn BDSM-hneigðar gripu til varna við færslu Elísabetar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný