fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu myndina: Ný og öðruvísi flugvél Icelandair lítur dagsins ljós

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 16:30

Hér má sjá muninn á stélum vélanna. Til vinstri má sjá klassíska útlitið sem er á leiðinni út en til hægri má sjá nýja útlitið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í desember í fyrra að útlitið á flugvélaflota Icelandair myndi taka miklum breytingum á þessu ári. Gyllti liturinn sem hefur verið einkennandi hjá Icelandair síðustu 16 ár er búinn að fljúga sitt síðasta en hans í stað verða notaðir fjölbreyttir litir.

Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála Icelandair, sagði í samtali við mbl.is í fyrra að þessi fjölbreytta litaflóra væri sótt í íslenska náttúru, til dæmis í norðurljósin.

„Við telj­um að sú nálg­un und­ir­striki þann fjöl­breyti­leika sem Ísland og ís­lenskt sam­fé­lag stend­ur fyr­ir. Við unn­um einnig greiningu á því hvar flug­fé­lög staðsetja sig á lita­kort­inu og flest eru annaðhvort rauð eða blá. Al­geng­ara er að lággjalda­fé­lög­in séu í rauðu en hin í bláu. Með því að nýta fleiri liti ger­um við okk­ur kleift að draga okk­ur út úr hópn­um og vekja verðskuldaða at­hygli.“

Nú hefur ein af þessum nýju og öðruvísi flugvélum Icelandair litið dagsins ljós. Twitter-aðgangurinn TLspotting birti í dag mynd af flugvél Icelandair sem skartar þessu nýja útliti.

Í athugasemdunum við myndina má sjá að ekki eru allir á sama máli um ágæti þessa nýja útlits. Einn vill til dæmis meina að flugfélagið hefði átt að halda sig við norðurljósaútlitið sitt.

Þá eru greinilega einhverjir á því að einföldunin sem hefur átt sér stað í hönnunarheiminum undanfarin ár sé að ganga of langt. „Þetta verður að stoppa… allir og hundarnir þeirra eru að þróast aftur á bak í þetta. Get ekki beðið eftir að sjá bara svart merki á hvítum skrokki eftir 5 ár,“ segir til dæmis einn sem er þreyttur á þessari þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“