fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Híbýlahamingja á Akranesi súrnaði undir leku þaki – „Raki, bleyta og mygla er í timbri næst skorsteini“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 22:00

Frá Heiðarbraut. Mynd: Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vesturlands í máli konu, sem hafði keypt hús á Heiðarbraut á Akranesi, gegn konunni sem seldi henni eignina. Krafðist kaupandinn skaðabóta vegna leka í þaki. Skaðabæturnar hljóða upp á tæpa milljón króna sem er sá kostnaður sem stefnandi telur sig hafa borið vegna skemmdanna.

Dómskvaddur matsmaður lýsti gallanum á fasteigninni með eftirfarandi hætti:

„„Matsmaður staðfestir að leki er með skorsteini þar sem hann fer í gegnum þak fasteignarinnar. Raki og bleyta er í steypu skorsteins. Raki, bleyta og mygla er í timbri næst skorsteini.“ Þá segir þar nokkru síðar: „Matsmaður telur að raki, bleyta og leki hafi verið í skorsteini og timbri í kringum skorstein, og lekið niður í þakrými og herbergi, bæði áður og eftir að kom að kaupsamningi 27. ágúst 2019. Skemmdir eru það víðtækar og vísbendingar um að skorsteinn hafi verið farinn að skemmast (múrhúð og sprungur) þegar þak var endurnýjað fyrir um 10 árum síðan, að hægt er að halda þessu fram.“

Kaupandinn stefndi seljandanum á grundvelli þess að hún hefði ekki sagt henni frá þessum ágalla á fasteigninni og þar með brotið lög. Ennfremur byggði hún á því að gallinn væri verulegur og rýrði verðmæti fasteignarinnar.

Seljandinn andmælti þessu enda hefði henni verið ókunnugt um þennan galla og þakið hefði aldrei lekið á meðan hún bjó í húsinu.

Dómurinn tók undir með seljandanum og sagðist ekki væri hægt að fullyrða út frá gögnum málsins að seljandanum hefði átt að vera kunnugt um gallann. Þá var það niðurstaða dómsins að tjónið væri svo lágt hlutfall af verði hússins að það gæti ekki talist rýra verðgildi eignarinnar, ekki síst þegar haft væri í huga að húsið væri gamalt og kaupandi hefði mátt búast við sliti og ágöllum. Skaðabótakrafan nemur undir 2% af kaupverðinu en samkvæmt dómafordæmum nemur tjón sem talið er rýra verðgildi fasteignar að lágmarki 10% af kaupverði.

Var niðurstaðan sú seljandinn var sýknuð af kröfum kaupandans og sú síðarnefnda þarf að greiða henni 1,6 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni