fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Axel Nikulásson látinn – „Lét sér ekki muna að svara fyrir sig með hnitmiðuðum frösum“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 10:36

Axel Nikulásson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins, er látinn en hann var aðeins 59 ára gamall. Frá þessu greinir Karfan.is en í grein þeirra kemur fram að Axel hafi barist við veikindi sem hann náði ekki að sigrast á, þrátt fyrir hetjulega baráttu.

„Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Þar áður hafði hann dvalið vestra í Bandaríkjunum við nám í háskóla. Árið eftir titilinn með Keflavík fór Axel svo til KR og titilinn stóri fylgdi honum þangað árið 1990. Axel tók svo að sér þjálfun seinna meir hjá KR í úrvalsdeildinni og svo tók hann við því fræga 1976 árgangs landsliði sem gerði góða hluti undir hans stjórn. Axel spilaði 63 landsleiki á sínum ferli fyrir íslands hönd. Eftir að ferlinum lauk starfaði Axel aðallega fyrir utanríkisráðuneytið og var iðulega búsettur erlendis,“ segir í grein Körfunnar um andlát Axels.

Þá er vísað í orð sem Jón Einarsson, stuðningsmaður Njarðvíkinga, ritaði á Facebook-síðu sína um „Hann hlýtur að hafa verið draumur hvers samherja að leika með. Sem áhorfanda uppi í stúku er minningin um leikmann sem lét sér ekki muna að svara fyrir sig með hnitmiðuðum frösum þegar svo bar undir. Það var ekki algengt að leikmenn væru að svara áhorfendum þegar þeir lésu leikmönnum pistilinn líkt og Axel átti til. Niðri á gólfi var Axel glerharður, oftar en ekki að kljást við kanana,“ segir Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum