fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Þetta eyðileggur allt fyrir þeim“ segir helsti handboltasérfræðingur Dana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 07:40

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Ungverjum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær þá greindust þrír leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handknattleik með kórónuveiruna í gær og eru því í einangrun og geta ekki tekið þátt í næstu leikjum. Bent Nyegaard, sen er einn helsti handboltasérfræðingur Dana og lýsir leikjunum á EM fyrir TV2, segir þetta breyta öllu varðandi leik Íslands gegn Dönum í kvöld.

Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson greindust með veiruna í gær og segir Nyegaard þetta veikja íslenska liðið mikið. „Þetta er mikil veiking á liðinu fyrir leik þar sem þeir eru ekki sigurstranglegir fyrir fram,“ sagði hann í samtali við TV2.

Hann sagði einnig að þetta kæmi sér vel fyrir Dani sem séu ekki lengur bara sigurstranglegri í leiknum, heldur miklu sigurstranglegri. „Þetta kemur sér virkilega illa fyrir Ísland. Síðan geta fleiri smit greinst í dag. Þetta eyðileggur allt fyrir þeim,“ sagði hann.

Nyegaard sagði að Björgvin Páll hafi verið liðinu gríðarlega mikilvægur á mótinu og megi líkja honum við Niklas Landin, aðalmarkvörð Dana, svo mikilvægur sé hann. Elvar Örn og Ýmir Örn hafi spilað saman í vörninni á mótinu og hafi átt stóran hlut að máli varðandi hraðupphlaup íslenska liðsins, Elvar sé liðinu mjög mikilvægur. Hvað varðar Ólaf Andrés sagði Nyegaard að hann hafi ekki spilað mikið en hafi staðið sig vel þegar hann hefur leyst Aron Pálmarsson af þegar hann hefur þarfnast hvíldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum