fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

„Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna“ segir danskur handboltasérfræðingur um íslenska liðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 05:56

Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Ungverjum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Danmörk mætast á EM í handknattleik á morgun. Það er stórt verkefni sem bíður strákanna okkar því Danir eru ríkjandi heimsmeistarar og þyrstir í að verða Evrópumeistarar. En hvað segir Kasper Søndergaard, fyrrum landsliðsmaður Dana, sérfræðingur Danska ríkisútvarpsins (DR) um íslenska liðið?

Í samtali við DR sagðist hann hafa spáð því að Ísland nái langt á mótinu. „Þeir eru mjög góðir og eru með marga rosalega spennandi leikmenn, sérstaklega í vörninni,“ sagði hann. „Mest spennandi leikmaður þeirra núna er leikstjórnandinn frá Magdeburg, Gísli Kristjánsson. Hann er ótrúlega öflugur og mjög góður leikstjórnandi sem er bæði hættulegur og kemur samherjum sínum í góða stöðu,“ sagði hann einnig.

En hvað varðar veikleika íslenska liðsins sagði Søndergaard: „Það vantar línumann og markmann í hæsta gæðaflokki á alþjóðavísu. Ef þeir væru með þannig leikmenn væri liðið meðal sigurstranglegustu liðanna.“

Hann sagði að Danir séu sigurstranglegri en leikurinn geti vel orðið jafn. Íslendingar elski jú að sigra Dani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð