fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Svakalegt mynband frá Reykjanesbraut: Steig úr bílnum og gekk berserksgang – „Hvað er hann að gera?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 20:00

Samsett mynd - Skjáskot úr mynbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum myndband sem sýnir ansi óvenjulegan atburð sem átti sér stað á Reykjanesbrautinni um fjögurleytið í dag.

Myndbandið er tekið úr bíl og sýnir tvö aðra bíla sem keyra fyrir framan myndatökumanninn. Fremri bíllinn hindrar aftari bílinn með því að sveigja á milli akreina, og sjá þannig til þess að framúrakstur sé ómögulegur. Auk þess virðist fremri bílinn keyra ansi hægt og dregur því einnig úr hraða annara bíla.

Þá sjást bílarnir báðir staðnæmast og úr þeim fremri stígur út ungur maður, sem virðist ekki vera  parsáttur. Hann sést ganga að hinum bílnum og ræðst að rúðu hans. Maðurinn sparkar í eða stappar á rúðunni að minnsta kosti þrisvar sinnum.

Aðrir bílar í umferðinni neyðast til þess að keyra fram hjá þessu svakalega atviki, og þar á meðal er bíllinn þaðan sem myndbandið er tekið. Í bílnum heyrast samskipti fólks, á meðan það reynir að koma sér hjá óeirðunum.

„Drífðu þig áfram þarna,“ segir ein rödd og önnur svarar: „Hvað er hann að gera?“. Þá heyrist fyrri röddin segja: „Það þarf nú bara að hringja í lögguna,“

Ekki náðist í lögregluna á Suðurnesjum við vinnslu fréttarinnar.

Hér fyrir neðan sést mynbandið sem um ræðir:

Sparkar í glugga bíls á Reykjanesbrautinni.mov from DV Sjónvarp on Vimeo.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár