fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Loka Barnaskólanum á Eyrarbakka vegna myglu – Skólahald fellur niður næstu daga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 13:20

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald hjá nemendum 7-10. bekkja Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að húsnæði skólans á Eyrarbakka var rýmt og lokað vegna myglu.

Í tölvupósti sem Páll Sveinsson skólastjóri sendi  á foreldra nemenda jemur fram að stjórnendur skólans hafi síðla haust 2021 óskað eftir því við umsjónarmanna fasteigna hjá sveitarfélaginu Árborg að gerði yrði loftgæðaúttekt á húsnæði skólans á Eyrarbakka. Verkfræðistofan EFLA var fengin til verksins í desember 2021 og voru niðurstöður úr sýnatöku og drög að ástandsskýrslu húsnæðis sendar stjórnendum skólans og Árborgar nú fyrir helgi.
„Í niðurstöðunum kemur fram að myglu er að finna í húsnæðinu. Um leið og bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir óskuðu stjórnendur eftir fundi með stjórnendum sveitarfélagsins til að ræða viðbrögð við skýrslunni. Á fundi sem fram fór 17. janúar var ákveðið að ekki væri forsvaranlegt að halda úti starfsemi í húsunum á Eyrarbakka og þau þar af leiðandi rýmd strax og vinna hafin við að finna tímabundið kennsluhúsnæði fyrir unglingastig skólans,“ skrifar Páll í tölvupóstinum sem DV hefur undir höndum.

Á meðan lausna er leitað hefur því stjórnendateymi Barnaskólans ákveðið að fella niður skólahald, eins og áður segir, út vikuna hjá unglingastigi skólans og voru nemendur og starfsmenn upplýstir um málið í hádeginu. Stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði mánudaginn 24. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum