fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Lækna-Tómas hyggst flytja vestur á firði – Keypti húsið á þrjár krónur og gerði það upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. janúar 2022 15:30

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur óskað eftir því við skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar að fasteign í hans eigu, Andahvilft, Hvestu í Ketildölum í Arnarfirði, verði skráð sem íbúðarhús í stað sumarhúss. Bæjarins Besta greindi frá.

Tómas keypti umrætt hús árið 2017 en kaupsamningi og afsali var ekki þinglýst fyrr en 2020. Var kaupverðið, samkvæmt þinglýstum skjölum, þrjár krónur.

Kaupverð eignarinnar var 3 krónur og lóðarleigan einnig

Húsið var byggt árið 1903 en það var í mjög lélegu ásigkomulagi þegar Tómas eignaðist húsið og tók að sér að flytja það á núverandi stað og endurbyggja það að fullu.

„Þar er nú vatnsból með rennandi vatni, rotþró og varmadæla heldur húsinu heitu allt árið. Ég nota það allt árið um kring, enda get ég unnið þaðan heimafrá þar sem í húsinu er kominn ljósleiðari,“ segir í erindi Tómasar skv. BB.is.

Þá kemur fram að skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu. Það bendir því flest til þess að hjartaskurðlæknirinn þjóðþekkti verði orðinn vestfirðingur áður en langt um líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst