fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Jakob vekur reiði hjá Eddu Falak og Öfgum – „Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar, blaðamaður Vísis, hefur vakið töluverða reiði meðal aktivista gegn kynferðisofbeldi eftir viðtal sitt á Bylgjunn í morgun, þar sem hann gagnrýndi viðtal Eddu Falak við Vítalíu Lazarevu, þar sem sú síðarnefnda sakaði fimm nafntogaða karlmenn um kynferðisofbeldi gegn sér.

Sjá einnig: Jakob gagnrýnir viðtal Eddu Falak við Vítalíu – „Það verður ekki komist framhjá því að þetta er dómstóll götunnar“

Jakob sagði að Vítalía hefði verið mjög trúverðug í ásökunum sínum en engu að síður vantaði margt í viðtalið og viðbrögðin við því einkenndust af þórðargleði sem honum mislíki.  „Það er alveg sama hvernig við snúum þessu, það verður ekki komist framhjá því að þetta er dómstóll götunnar, eða er þetta eitthvað annað?“ sagði Jakob.

Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð á Twitter og Edda Falak hefur birt þar nokkur tíst í dag sem viðbragði við frétt DV af viðtalinu við Jakob. Edda segir, meðal annars:

„Jakob Bjarnar og Helgi Áss, what a concept. Djöfulsins forréttindablinda og aumingjaskapur að lýsa frekari áhyggjum af einhverjum „dómstól götunnar“ en þeirri staðreynd að hún var seld og misnotuð.“

Tanja Ísfjörð, talskona Öfga, gagnrýnir Jakob einnig, en hann fór hörðum orðum um gagnrýni hennar á það að sóttvarnahótelin hafi fest kaup á hreinsiefninu T-Mist, en fyrirtækið sem selur það er meðal annars í eigu Ingólfs Þórarinssonar, Ingós Veðurguðs. Tanja skrifar:

Ahhh

@JakobBjarnar

hendir einmitt í eitt „Vítalía talar ekki við fjölmiðla bara

@eddafalak

vinkonu sína”. Poves my point. En sigurinn er augljós og já Jakob, það hefur verið skortur á því að þolendum sé trúað. Kv. dólgafemínisti sem styður ekki kaup á x-mist

Jakob svarar Tönju og segist vera sammála henni um að negla eigi nauðgara, en aðferðirnar skipti máli:

„Hæ Tanja. Ég er alveg með þér í því að við eigum að negla dela og nauðgara. En við verðum að ná almennilegu taki á þeim. Ég er hræddur um að ef allir teljast sekir, eða sakarefnin eru óljós þá sleppi ógeðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker