fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Bólusetningar 5-11 ára hefjast í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefjast bólusetningar barna 5-11 ára gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Fyrsti hópurinn mætir klukkan tólf og verður aldurshópum blandað saman til að koma í veg fyrir að börnin þekki hvert annað.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að börnin verði tekin þvert á allan aldur, ósk hafi verið sett fram um það til að koma í veg fyrir að þau þekki hvert annað. Þannig verði öll börn fædd í janúar tekin inn klukkan tólf, febrúarbörn klukkan hálf eitt og svo koll af kolli.

Húsinu verður skipt upp þannig að elstu börnin verða í salnum sem flestir þekkja og þar geta foreldrar eða forsjáraðilar setið með sínu barni. Í minni rýmum verði yngri börnin og börn sem eru viðkvæm bólusett.

Ragnheiður bendir forsjáraðilum á að tilkynna strax við skannana við innganginn ef barn er viðkvæmt og þá verði því beint í sérstakt úrræði þar sem það verður bólusett í ró og næði.

Laugardagurinn var nýttur til að undirbúa bólusetningarnar, stólum raðað og lítið svið sett upp þar sem leikarar frá Þjóðleikhúsinu munu kíkja við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa