fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

MAST vísar rannsókn á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum til lögreglu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun hefur lokið rannsókn sinni á meðferð hryssna við blóðtöku, sem fram kom í myndbandi sem dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TBZ) gerðu opinbert á vefmiðlinum YouTube þann 22. nóvember 2021. Í tilkynningu á heimasíðu MAST kemur fram að stofnunin hafi vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lögreglu til frekari rannsóknar og aðgerða.

Með bréfi til ofangreindra samtaka, óskaði Matvælastofnun eftir upplýsingum um hvar og hvenær myndböndin hafi verið tekin upp auk þess sem óskað var eftir óklipptu myndefni til að nota við rannsóknina. Samtökin svöruðu með opnu bréfi þann 1. desember 2021 þar sem þau höfnuðu að afhenda óklippt efni og tilgreina tökustaði en gáfu upp tökudaga myndbandsins.

Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa farið ítarlega yfir myndbandið og greint þau atvik sem talin eru brjóta í bága við lög um velferð dýra og metið áhrif þeirra á hryssurnar.  Rannsókn stofnunnarinnar leiddi ennfremur í ljós hvar atvikin áttu sér stað og hvaða fólk átti hlut að máli.  Við rannsóknina leitaði stofnunin eftir skýringum og afstöðu fólksins til þess sem fram kemur í myndböndunum. Eins og áður segir hefur stofnunin ekki aðgang að óklipptu myndefni sem takmarkar möguleika hennar á að meta alvarleika brotanna og gerir stofnuninni því ókleift að rannsaka málið til fullnustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur