fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Vatnsleki kom upp um fíkniefnaframleiðslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 05:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um vatnsleka úr íbúð í Breiðholti. Húsráðandi kom á vettvang og kom þá í ljós að verið var að rækta fíkniefni í íbúðinni. Lögreglan lagði hald á fíkniefni og búnað til ræktunar. Húsráðandinn var handtekinn og yfirheyrður en látinn laus að því loknu.

Á níunda tímanum höfðu lögreglumenn afskipti af manni í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Hann er grunaður um þjófnað/hnupl. Hann reyndist vera eftirlýstur og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Árbæ var tilkynnt um eld í girðingu, sem er umhverfis ruslatunnur, á ellefta tímanum. Slökkvilið slökkti eldinn en tjón varð á girðingunni og ruslatunnum.

Á tíunda tímanum var tilkynnt um eld í ruslatunnu við Grasagarðinn. Slökkvilið slökkti eldinn.

Einn ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar var kærður fyrir notkun farsíma á meðan á akstri stóð.

Á níunda tímanum var maður handtekinn á hóteli í Miðborginni  en hann hafði verið á þvælingi um það en var ekki gestur þar. Við leit á honum fundust meint fíkniefni. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á öðrum tímanum í nótt voru tvær konur handteknar á hóteli í Miðborginni en þær höfðu verið að slást. Þær eru grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Þær voru látnar lausar að loknum viðræðum á lögreglustöð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands