fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Milljón COVID-19 sýni hafa verið tekin hér á landi – Kostnaðurinn 4-7 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var milljónasta COVID-19 sýnið tekið hér á landi á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eitt sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og því er heildarkostnaðurinn vegna sýnanna á bilinu 4-7 milljarðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í upphafi vikunnar var búið að taka 997.000 sýni en á síðustu dögum hafa um og yfir 3.000 sýni verið tekin daglega. Haft er eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hvert sýni kosti á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Kostnaðurinn er því að lágmarki 4 milljarðar. Inni í þessum tölum eru ekki sýni sem einkarekin fyrirtæki hafa tekið.

Þegar faraldurinn skall á var talið að kostnaðurinn við eitt sýni væri um tíu þúsund krónur en það reyndist ekki rétt. Óskar sagði að hraðgreiningarpróf kosti um fjögur þúsund og PCR-próf um sjö þúsund. „Við sem heilbrigðisstofnun megum ekki rukka meira en það sem sýnið kostar. Þegar einstaklingar fara í hraðgreiningarpróf á leiðinni úr landi rukkum við einfaldlega það sem prófið kostar,“ er haft eftir honum.

Óskar sagði svolítið skrýtið að þessi áfangi hafi nú náðst, ein milljón sýna, en hann sagðist alveg eins eiga von á að talan fari upp í tvær milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum