fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Milljón COVID-19 sýni hafa verið tekin hér á landi – Kostnaðurinn 4-7 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var milljónasta COVID-19 sýnið tekið hér á landi á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eitt sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og því er heildarkostnaðurinn vegna sýnanna á bilinu 4-7 milljarðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í upphafi vikunnar var búið að taka 997.000 sýni en á síðustu dögum hafa um og yfir 3.000 sýni verið tekin daglega. Haft er eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hvert sýni kosti á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Kostnaðurinn er því að lágmarki 4 milljarðar. Inni í þessum tölum eru ekki sýni sem einkarekin fyrirtæki hafa tekið.

Þegar faraldurinn skall á var talið að kostnaðurinn við eitt sýni væri um tíu þúsund krónur en það reyndist ekki rétt. Óskar sagði að hraðgreiningarpróf kosti um fjögur þúsund og PCR-próf um sjö þúsund. „Við sem heilbrigðisstofnun megum ekki rukka meira en það sem sýnið kostar. Þegar einstaklingar fara í hraðgreiningarpróf á leiðinni úr landi rukkum við einfaldlega það sem prófið kostar,“ er haft eftir honum.

Óskar sagði svolítið skrýtið að þessi áfangi hafi nú náðst, ein milljón sýna, en hann sagðist alveg eins eiga von á að talan fari upp í tvær milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“