fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Ofbeldismaðurinn Guðmundur Elís grunaður um kynferðisbrot í Eyjum – „Það sýður á mér, af hverju er honum sleppt aftur og aftur?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. september 2021 14:00

Guðmundur Elís Sigurvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að karlmaður væri í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi nóttina áður.  Ung kona á þrítugsaldri er þolandi mannsins en henni var flogið á neyðarmóttökuna í Reykjavík til að safna sönnunargögnum um málið.

Sá sem grunaður er um kynferðisbrotið Guðmundur Elís Sigurvinsson sem ítrekað hefur ratað í fjölmiðla fyrir ofbeldsverk sín. Þannig kærði fyrrverandi kærasta hans  hann fyrir þrjár grófar líkamsárásir sem áttu sér stað á þremur árum. Hlaut Guðmundur Elís 12 mánaða fangelsisdóm fyrir brot sín en hann gekk laus á skilorði þegar árásin í Vestmannaeyjum átti sér stað.

Guðmundur Elís hefur verið fluttur á fangelsið á Hólmsheiði þar sem hann mun nú afplána fyrri dóm.

Umræða hefur verið um Guðmund Elís á samfélagsmiðlinum Twitter í dag þar sem hann var þó ekki nafngreindur. Einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir, liðsmaður aðgerðahópsins Öfga, er ein þeirra sem hefur vakið athygli á málinu.

Í athugasemdunum við færslu Ólafar má sjá að fleiri furða sig á því að Guðmundur hafi gengið laus. „Það sýður á mér, af hverju er honum sleppt aftur og aftur? Það er greinilegt að hann sér ekkert rangt við neitt sem hann hefur gert. “ segir til að mynda kona nokkur. „Skil ekki hvernig hann gengur laus,“ segir önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Litlar breytingar á vondri veðurspá en lakari horfur fyrir Norðurland

Litlar breytingar á vondri veðurspá en lakari horfur fyrir Norðurland
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Í gær

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum

Díselolíuþjófnaðurinn: Segir rannsókn á frumstigi en lögregla hafi góð gögn í höndunum
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar