fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Starfsleyfi gas- og jarðargerðarstöðvar Sorpu í uppnámi – 1,7 milljarða flokkunarvélar virka ekki sem skyldi

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 28. september 2021 10:30

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu við Álfsnes. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, sem kostaði skattgreiðendur rúma 6,1 milljarð króna, uppfyllir ekki starfsleyfi Umhverfastofnunar um reksturinn. Stundin greinir frá.

Þegar rekstur GAJA hófst var það markmið forsvarsmanna Sorpu að taka venjulegt heimilissorp og flokka ólífrænan úrgang frá. Hvergi annarsstaðar í heiminum hefur slíkt verið gert en engu að síður var ráðist í gríðarlegar fjárfestingar til að þessi draumsýn stjórnenda gæti orðið að veruleika. Fjárfest var í sérstökum flokkunarvélum fyrir 1,7 milljarða króna sem áttu að ná að flokka heimilissorpið svo vel að eingöngu lífrænn úrgangur færi inn í gas- og jarðgerðarstöðina þar sem markmið var að búa til hágæða moltu og metangas úr úrganginum.

En draumsýnin reyndist vera tálsýn. Samkvæmt gögnum sem Stundin hefur undir höndum er 70% af þeim úrgangi sem fer inn í GAJU lífrænn en afgangurinn er blandaður úrgangur eins og plast, málar, kaffihylki og jafnvel spilliefni eins og rafhlöður.

Dæmi um spilliefni sem finnast í moltu frá Sorpu. Myndi einhver vilja fá þetta í garðinn sinn eða upp á hálendið? Mynd/Sorpa

Starfsleysi Sorpu kveður á um að aðeins lífrænn úrgangur megi fara inn í ferlið í verksmiðjunni og því ljóst að allar forsendur fyrir rekstri stöðvarinnar eru í molum.

Um helgina var greint frá því að starfsemi gas- og jarðgerðastöðvarinnar gæti verið stopp í allt að ár. Meðal annars vegna ofangreindra vandræða en ekki síður vegna þess að myglugró fundust í límtréseiningum  í þaki og burðarvirki GAJU í ágústmánuði og var starfsemi stöðvarinnar stöðvuð tímabundið. Segja má að val á límtréseiningum í starfsemi þar sem mygla og raki er viðvarandi sé nánast glæpsamlegt fúsk.

Talið er að kostnaður við viðgerðir vegna myglunnar geti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Upphaflegur kostnaður við GAJU átti að vera 3,7 milljarðar króna en sá kostnaður hefur, eins og áður segir, vaxið upp í 6,1 milljarð króna. Skattgreiðendum er þó síður en svo hætt að blæða.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 

Styrktarféð verður notað til að endurnýja búnað og tæki 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“