fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Sorgarsaga verður að dómsmáli: Konan hvarf fyrir tíu árum og eiginmaðurinn vill skilnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. september 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs 2008 létu kona og maður gefa sig saman í heilagt hjónaband á Íslandi. Fólkið er með erlendan bakgrunn. Maðurinn býr ennþá hér en fyrir rétt rúmum tíu árum flutti konan til útlanda, líklega til Brasilíu, og maðurinn hefur aldrei séð hana síðan. Fyrir nokkrum árum var hann þó í einhverju sambandi við hana en hún virðist aldrei hafa komið til Íslands síðan hún fór af landi brott.

Maðurinn er í dag nokkrum árum yfir fimmtugt en konan er rúmlega fertug.

Maðurinn, sem er atvinnulaus og blásnauður, hefur nú stefnt konunni til lögskilnaðar, en gerð er grein fyrir málinu í tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaðinu í morgun. Hjónabandið er farið að hafa áhrif á afkomu mannsins en hann lifir á lágmarksframfærslu frá Reykjavíkurborg. Um þessar aðstæður segir orðrétt í stefnunni:

„Stefnandi og stefnda eru hjón en þau giftu sig þann 11. janúar 2008, sbr. dskj. 4. Fyrir rúmum áratug eða svo flutti stefnda af Íslandi og hugsanlega til Brasilíu og hefur ekki sést hér á landi síðan. Umsækjandi hefur ekki náð sambandi við hana í mörg ár og veit ekki hvar hún er niður komin í heiminum. Hjúskapur umsækjanda er farinn að hafa áhrif til hins verra á bætur sem umsækjandi á rétt á, en hann er atvinnulaus og hefur verið um lengri tíma. Í ljósi þessa er stefnanda nauðsyn að fá lögskilnað frá stefndu. Stefnandi er algerlega eignalaus. Stefnandi er jafnframt tekjulaus. Þá eiga stefnandi og stefnda engin börn saman. Hann nýtur lágmarksframfærslu frá Reykjavíkurborg nú um stundir, sbr. dskj. 6. Stefnandi var í takmörkuðum samskiptum við stefndu fyrir einhverjum árum síðan og óskað atbeina hennar til að ganga frá lögskilnaði hér á landi en stefnda hefur ekki veitt atbeini sinn að því. Hefur stefnandi því engra annarra kosta völ en að höfða dómsmál og krefjast lögskilnaðar á grundvelli 37. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Með vísan til framangreinds er ljóst að stefnanda er nauðsynlegt að höfða mál þetta til að fá lögskilnað frá stefndu.“

Þrítugasta og sjöunda grein hjúskaparlaga kveður á um rétt maka til lögskilnaðar ef hjón hafa slitið samvistum vegna ósamlyndis og þau hafa ekki búið saman í meira en tvö ár. Kemur fram í stefnunni að leitað hefur verið eftir samþykki konunnar fyrir lögskilnaði en hún hefur ekki veitt það. Hjónin hafa hins vegar ekki verið í sambúð síðan 2010.

Fyrir utan að krefjast lögskilnaðar er þess krafist að konan greiði málskostnað. Segir í stefnunni að maðurinn muni leggja fram sönnunargögn kröfum sínum til stuðnings fyrir dómi.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi. Í stefnunni er fyrirkall til konunnar um að mæta fyrir dóminn. Ef hún mætir ekki megi búast við því að kveðinn verði upp dómur í málinu í samræmi við kröfur mannsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu
Fréttir
Í gær

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður lét dólgslega inni í unaðstækjaverslun og barði svipu í borðið – „Hann var ógnandi og þetta var verulega óþægilegt“

Maður lét dólgslega inni í unaðstækjaverslun og barði svipu í borðið – „Hann var ógnandi og þetta var verulega óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún leiðir Graðar Gellur – „Sumar vita lítið, aðrar eru atvinnukonur í þessu“

Guðrún leiðir Graðar Gellur – „Sumar vita lítið, aðrar eru atvinnukonur í þessu“