fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Stöðvaður á framhjólslausum bíl í miðbænum – Keyrði á þrjár kyrrstæðar bifreiðar og farþegi handtekinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. september 2021 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt þurfti lögreglan  að hafa afskipti af allnokkrum einstaklingum sem grunaðir eru um ölvun undir stýri. Versta málið sem kom upp var í miðbæ Reykjavíkur þar sem ökumaður var handtekinn á bíl með aðeins eitt framhjól og var viðkomandi búinn að keyra á þrjár kyrrstæðar bifreiðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Ölvaður farþegi í bílnum læsti sig inni í bifreiðinni þegar lögreglu bar að garði og neitaði að opna fyrir lögreglu þegar dráttarbifreið frá Króki kom til að fjarlægja bifreiðina.  Farþeginn var síðar handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu

Seinnipartinn í gær stöðvaði lögregla svo för 17 ára pilts á óskráðri vespu í hverfi 108. Drengurinn reyndist að stinga lögreglu af en þegar lögregla náði honum játaði hann að vespan væri stolin. Foreldrar drengsins voru upplýst um málið og það tilkynnt til Barnaverndar.

Rétt fyrir miðnætti hafði lögregla svo afskipti af ölvuðum manni á rafhlaupahjóli í hverfi 105.  Maðurinn var akandi hjólinu fyrir bifreiðar og var nærri búinn að valda stórslysi.  Maðurinn var kærður fyrir að stýra hjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var ekið á gangandi vegfaranda á Kringlumýrabraut rétt fyrir miðnætti. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild og er ekki vitað um áverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“